fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fókus

Hann vill líta út eins og Barbie-dúkka – Á erfitt með að finna kærustu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. október 2020 11:49

Útlit Honza hefur tekið miklum breytingum frá því að hann byrjaði að gangast undir fegrunaraðgerðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknisérfræðingurinn Honza Simsa er 26 ára og gagnkynhneigður. Hann fer í vinnu á virkum dögum en í frítíma sínum nýtur hann þess að klæða sig í kvenmannsföt. Hann klæðist háhæluðum skóm, setur á sig litríkar hárkollur og notar gerviaugnhár.

Honza er mjög hrifinn af svokölluðu „plastdúkku-útliti“ og er sjálfur með um 90 ml af fylliefni í andlitinu. Hann fyllir í varirnar, kinnarnar og hökuna í hverjum mánuði.

Honza er gagnkynhneigður karlmaður.

„Ég klæði mig kannski svona og lít svona út, en ég er samt karlmaður,“ segir hann við Fabulous Digital.

„Ég laðast að konum, en sumum þeirra finnst útlit mitt vera vandamál og ruglandi. Ég er einhleypur og það er í lagi mín vegna.“

Honza hefur lengi laðast að konum sem líta út eins og Barbie-dúkkur.

Honza segist vera hrifinn af konum sem líta út eins og hann. „Ég laðast að svona gervilegu Barbie-útliti. Ég var samt alveg ánægður með sjálfan mig þegar ég var karlmannlegri en ég er mun hamingjusamari núna og er hvergi nær hættur,“ segir hann og bætir við að hann hafi tekið ákvörðunina um að líta út eins og plastdúkka eftir miklar vangaveltur.

Ekki nóg með að Honza sé með fylliefni í vörunum þá hefur hann einnig látið lyfta efri vör sinni um níu millimetra.

Honza klæðist karlmannsfötum og farðar sig ekki áður en hann fer í vinnuna.

Fer „venjulegur“ til vinnu

Honza hefur átt erfitt með að finna vinnu vegna útlits síns en vinnur í dag sem tæknisérfræðingur. „Ég lít út eins og karlmaður þegar ég fer í vinnuna, klæðist karlmannsfötum og nota engan farða,“ segir hann.

Honza reynir að láta athugasemdir annarra ekki trufla sig.

Honza vonast eftir að kynnast konu sem lítur ekki á „Barbie-útlit“ hans sem vandamál. „Sumum konum þykir útlit mitt vandamál eða finnst það skrýtin staðreynd að ég, sem er karlmaður, vil líta út eins og Barbie,“ segir hann og bætir við að hann reynir að láta ekki neikvæðar athugasemdir annarra trufla sig.

„Já, ég er gaurinn sem lítur út eins og Barbie. En það þýðir ekki að þú mátt vera vondur við mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“