fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Linda ætlar að afklæðast í beinni eftir baráttuna við Covid-19

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. október 2020 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Lusardi, leikkona og fyrrum glamúrfyrirsæta, hefur ákveðið að klæða sig úr fötunum fyrir framan alþjóð eftir baráttu sína við Covid-19.

Linda ætlar að taka þátt í nýjustu útfærslu sjónvarpsþáttanna The Real Full Monty í Bretlandi en í þáttunum koma stjörnur fram og klæða sig úr fötunum til að vekja athygli á mikilvægum málefnum. Serían sem Linda tekur þátt í mun vekja athygli á krabbameini og fyrstu einkennum þess. Þá mun þessi sería vera sú fyrsta sem tekin er upp á skautasvelli.

The Sun fjallar um þáttöku Lindu í The Real Full Monty en Linda barðist við kórónuveiruna í mars og var þá við dauðans dyr. Eiginmaður hennar, Sam Kane, segist hafa haldið að hún væri dáin þegar hann sá hana liggja á gjörgæslu vegna veirunnar.

Sam fékk veiruna á undan Lindu en hún smitaðist þegar hún var að hjúkra honum vegna veirunnar. Þau fóru síðan saman í sjúkrabíl upp á spítala til að berjast við veiruna. Sam losnaði eftir þrjá daga og var sendur heim en Linda var á spítalanum í tíu daga. „Það var hræðilegt að skilja hana eftir,“ sagði Sam. „Ég brotnaði niður og hélt að ég myndi ekki sjá eiginkonuna mína aftur.“

Lindu líður betur í dag en hún segir þó að heilsan sé ekki komin á sama stað og áður. „Ég er búin að vera að missa smá hár og það er smá stressandi,“ sagði hún. „Ég er ekki ennþá komin með orkuna sem ég hafði en ég er að komast þangað. Mér líður betur með hverri vikunni sem líður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili

Grænn heilsudrykkur og jólaskreytingar í Matur & heimili
Fókus
Í gær

Póstburðarmaður misnotaði hann 11 ára og hótaði að drekkja honum í Kópavogslaug

Póstburðarmaður misnotaði hann 11 ára og hótaði að drekkja honum í Kópavogslaug
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hversu vel þekkir þú þessa íslensku söngtexta ?- Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessa íslensku söngtexta ?- Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það sem þú sérð ekki er ég að þræla heima að klippa eitthvað myndband á nærbuxunum“

„Það sem þú sérð ekki er ég að þræla heima að klippa eitthvað myndband á nærbuxunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stundar sjálfsfróun þrisvar á dag og hannar kynlífstæki – „Ég er ekki kynlífsfíkill“

Stundar sjálfsfróun þrisvar á dag og hannar kynlífstæki – „Ég er ekki kynlífsfíkill“