fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
Fókus

Alda fékk senda typpamynd og dreifði henni áfram – „Mér finnst allt í lagi að vara við svona fíflum“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 19. október 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snapparinn Alda Heimisdóttir fékk senda óumbeðna typpamynd í gegnum smáforritið Snapchat. Alda ákvað að deila myndinni sem hún fékk senda á Snapchat síðu sinni ásamt notendanafni mannsins sem sendi henni myndina. Ekki voru allir sammála um að viðbrögð Öldu hafi verið rétt, einhverjir sögðu hana vera fífl en aðrir hrósuðu henni. Í samtali við DV segist Alda hafa oft áður fengið svipaðar myndir, þetta var því ekki í fyrsta skiptið. Hún segir að í rauninni hafi umrædd typpamynd verið kornið sem fyllti mælinn hjá henni og því ákvað hún að fara þessa leið.

„Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera að þegja yfir þessu“

„Ég er búin að fá skilaboð um að ég sé sama fíflið og hann að setja inn myndina og sem betur fer mun fleiri góð,“ segir Alda sem er enn að fá skilaboð og þakkir fyrir að láta vita af þessu. Alda hefur talað mikið um málið undanfarið á Snapchatinu sínu eftir að hún setti typpamyndina þar inn.

„Ég er búin að fá alls konar viðbrögð við þessu rugli, að ég sé jafn heimsk og hann,“ sagði Alda á Snapchat í gær. „Ég veit ekki af hverju ég ætti að vera að þegja yfir þessu. Á hann bara að vaða svona um netið og senda einhverjar ógeðslegar myndir. Ég sé enga ástæðu til þess. Þó svo að ég sé fífl og hálfviti þá læt ég það ekkert á mig fá, mér finnst allt í lagi að vara við svona fíflum.“

„Það á einmitt að láta vita af svona ógeðum“

Alda fékk send mörg skilaboð í gegnum Snapchat í kjölfarið. „Alda mín þú ert mögnuð að segja frá. Líka fyrir okkur foreldra, við eigum ungar stúlkur svo það er flott fyrir okkur að vita af svona gaurum, takk kærlega fyrir Alda mín,“ sagði ein kona. „Það á einmitt að láta vita af svona ógeðum. Get ekki trúað því að þær/þeir sem segja að þú sért sami hálfvitinn vilji fá svona óggeðslegar myndir til sín. Dóttir mín hefur fengið svona myndir frá sumum sem hún þekkir og eru jafnvel giftir. Ég ráðlagði henni einmitt að senda konunum þeirra mynd af því sem þeir eru að senda henni,“ sagði önnnur.

Þrátt fyrir að margir séu ánægðir með viðbrögð Öldu þá eru einhverjir sem hafa gagnrýnt hana fyrir að dreifa typpamyndinni. Alda segir að eftir á að hyggja hefði hún kannski átt að sleppa því að deila myndinni sjálfri og setja frekar bara inn notendanafnið á manninum sem sendi myndina.

Hægt er að fylgjast með Öldu á Snapchat en notendanafnið hennar er aldaheimis á samfélagsmiðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“

Segir föðurmissinn hafa mótað og styrkt sig – „En ég er líka kvíðnari“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga

Sendi myndarlegan tvífara að hitta gamla skólafélaga