fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ný ljóðabók Antons Helga slær í gegn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. október 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta ljóðið á íslensku um stuðlagil má lesa í „Handbók um ómerktar undankomuleiðir“ sem kom út fyrir nokkru. Höfundur er hið góðkunna skáld, Anton Helgi Jónsson.

Bókin inniheldur launfyndna ljóðsögu sem snýst um stressaða nútímamanneskju sem bregst við áreitum umhverfisins með því að ferðast í huganum til fjarlægra staða. Auk stuðlagils leika fossar og fjöll stór hlutverk í sögunnni ásamt öðrum náttúrufyrirbærum sem falla undir nýjasta áhugamáli Íslendinga; ferðalög um Ísland.

„Hólmfríður Matthíasdóttir útgáfustjóri vissi greinilega hvað hún var að gera þegar hún bauð mér að skrifa undir samning í byrjun sumars. Bókin toppaði metsölulista ljóðabóka hjá Eymundsson í vikunni og í vikunni þar á undan var hún á toppnum hjá bókbúð Forlagsins,“ segir Anton Helgi, býsna sáttur, en bókin hefur gengið mjög vel.

Hér er upphaf ljóðsins um stuðlagil:

Mig hefur aldrei langað í gljúfrin

en núna skilst mér að ekkert sé að óttast.

 

Eftir að fljótið var stíflað

uppgötvaðist töfraheimur kletta

neðar í farveginum.

 

Ferðamenn með hreina samvisku

streyma nú þurrum fótum

inn í súlnasalinn

til að skoða undrastuðla

sem engin mannleg augu fengu litið áður.

 

Þarf manneskjan að sjá alla staði? Hvað sem það kostar? Þarf manneskjan að sjást á öllum stöðum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“