fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Bragi Valdimar: Það er allt bara botnfrosið

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 09:00

Bragi Valdimar Skúlason. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragi Valdimar Skúlason er einn vinsælasti textasmiður og tónskáld landsins. Þrátt fyrir það hefur hann litla sem enga þörf fyrir að trana sér fram eða reyta af sér brandarana. Feimni og fyndni er óalgeng og ómótstæðileg samsetning – eins og Bragi.

Bragi Valdimar er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV. Hér er brot úr viðtalinu.

Bragi er formaður STEFs, samtaka um höfundarrétt tónskálda og textahöfunda, og sömuleiðis formaður FTT, félags tónskálda og textahöfunda. Hann segir fólk í þessum samtökum upplifa að það hafi verið skilið eftir í björgunaraðgerðum stjórnvalda vegna áhrifa COVID. „Fólk er orðið mjög örvæntingarfullt. Þau úrræði sem hafa verið kynnt grípa ekki þetta fólk. Það kemur skýrt í ljós núna að það er ekkert net sem grípur fólk í þessari tegund starfa. Hér erum við ekki bara að tala um tónlistarfólk heldur líka sjálfstætt starfandi listamenn og sviðslistafólk.“

Biðin og óvissan tekur á

Hann segir þessa endalausu bið og óvissu taka á. „Sumir eru búnir að vera tekjulausir í tíu mánuði. Það er búið að auka við styrktarfé á ýmsum sviðum sem og listamannalaun. Þetta er hins vegar ekki sú innspýting sem gagnast þessum hópi. Eðli málsins samkvæmt eru tónlistarmenn og sviðslistafólk bara heima núna þegar það má ekki koma fram. Fólk er ekki einu sinni að syngja í afmælum og fermingum. Stjórnvöld hafa lofað aðgerðum sem eiga einnig að gagnast aftur í tímann. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur ef ástandið verður svona áfram. Þá er þessi skapandi framkomubransi í svokölluðum djúpum skít, vægast sagt.“

Allt botnfrosið

Sem formaður þessara samtaka hefur Bragi setið fjölda funda síðustu mánuði og upplifað örvæntingu fólks á eigin skinni. „Það er bara allt botnfrosið. Það er líka sorglegt því þetta er það fólk sem er fyrst til að stökkva til þegar þarf að hjálpa öðrum og halda styrktartónleika. Í sumar var komin smá bjartsýni í mannskapinn og margir ferðuðust um landið og héldu tónleika. Ýmsir náðu jafnvel tveimur góðum mánuðum. Í september var síðan farið af stað með miðasölu á þessa hefðbundnu jólatónleika og þá bankar þriðja bylgja COVID upp á. Desember er risavaxinn mánuður og ég hef ekki tölu á öllum þeim jólatónleikum sem eru haldnir árlega. Þá eru ótaldar allar kirkjuathafnirnar sem tónlistarfólk tekur þátt í. Fólk vill halda í gleðina á jólunum og það er hart að þagga það niður.“

Allir bara heima

Mögulegar takmarkanir á tónleikahaldi fyrir jólin snerta Braga beint sem meðlim Baggalúts. „Við höfum verið með átján jólatónleika árlega síðustu ár. Þetta er hins vegar stærra en hljómsveitin því það er heilt hagkerfi sem myndast í kringum stóra tónleikaröð. Það eru hátt í fjörutíu manns sem hafa unnið að tónleikunum okkar í desember. Síðan er það starfsfólk í miðasölu, Háskólabíói, Tix, veitingasala í tengslum við tónleika. Umfang tónleikahalds á Íslandi er vel rannsakað og senan hefur blásið út síðustu ár. Við eigum líka frábært tónlistarfólk sem hefur verið að gera það gott á erlendri grundu, svo sem Of Monsters and Men, Kaleo, Ólafur Arnalds og Björk. Allt þetta fólk er núna bara heima hjá sér.“

Einfalt er að gerast áskrifandi að vef- og/eða prentútgáfu blaðsins með því að smella hér: dv.is/skraning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn