fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fókus

Arion bendir á góð ráð þegar verslað er á netinu

Heimir Hannesson
Föstudaginn 16. október 2020 21:30

Starfsmenn póstflokkunarstöðvar í Kína hafa nóg að gera um þessar mundir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arion banki sendi nú síðdegis ábendingar til viðskiptavina sinna um góð ráð sem vert er að hafa í huga þegar verslað er á netinu. Mikið hefur verið fjallað um aukna netverslun í tengslum við faraldur Covid-19 sem nú ríður yfir. Netverslanir með matvörur hafa ekki annað eftirspurn og biðlistar myndast. Þá eru vinsældir Asos á Íslandi ekkert launungamál, svo dæmi sé tekið.

Þá hefur Covid faraldurinn gert ferðalög svo til ómöguleg og innkaupaferðir eins og þær þekktust hér fyrir faraldur lagst af fyrir vikið. Því má vel búast við því að stór hluti jólagjafainnkaupa landans muni færast á netið, hvort sem það er innlend eða erlend verslun að ræða.

Þetta eru atriðin sem Arion banki bendir á að gott sé að hafa hugfast þegar verslað er á netinu:

  • Kynntu þér við hvern þú verslar
  • Varastu tilboð sem eru of góð til að vera sönn
  • Lestu skilmálana vel, sér í lagi ef um fría prufuáskrift er að ræða
  • Gættu þess að versla einungis í gegnum vefsíður sem dulkóða gagnasendingar. Slóð þeirra í vafranum byrjar á „https“ og oftast birtist hengilás við slóðina
  • Vottun Visa er auðkennisnúmer sem notað er í netviðskiptum og berst korthafa með SMS. Staðfesti korthafi slíkt númer jafngildir það staðfestingu á kaupum með PIN númeri. Vertu alltaf viss hvað þú ert að staðfesta því staðfest færsla fæst ekki endurgreidd sé varan afhent.
  • Geymdu afrit af bókunum, kvittunum, samskiptum og öðrum skjölum varðandi kaupin.
  • Stundum getur þú valið að greiða í íslenskum krónum þegar verslað er á erlendum síðum. Berðu saman kjörin áður en þú ákveður í hvaða mynt viðskiptin eiga að fara fram því oft er hagkvæmara að versla í erlendri mynt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Petra lætur áhrifavalda fá það óþvegið – „Mér finnst þetta sjálfselskt og alveg út í hött“

Petra lætur áhrifavalda fá það óþvegið – „Mér finnst þetta sjálfselskt og alveg út í hött“
Fókus
Í gær

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Í gær

Slys breytti framtíðarplönum Írisar Tönju – „Ég þurfti […] að sætta mig við að þetta myndi aldrei verða“

Slys breytti framtíðarplönum Írisar Tönju – „Ég þurfti […] að sætta mig við að þetta myndi aldrei verða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva var með börnin í fanginu á meðan hann lét höggin dynja á henni – Móðir ofbeldismannsins horfði á

Sunneva var með börnin í fanginu á meðan hann lét höggin dynja á henni – Móðir ofbeldismannsins horfði á
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlatríó slær í gegn með lagi úr Frozen 2 – Sjáðu myndbandið

Karlatríó slær í gegn með lagi úr Frozen 2 – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“

Edda fékk áminningu um fyrir hverju hún er að berjast: ,,Takk fyrir að minna mig á að ég skulda engum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjúklega erfiða vinaprófið – Hversu vel þekkir þú Friends í raun og veru?

Sjúklega erfiða vinaprófið – Hversu vel þekkir þú Friends í raun og veru?