fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Fókus

Ung kona afhjúpar lykillinn að því að næla sér í „sykurpabba“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. október 2020 09:34

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona fer yfir í smáatriðum hvernig er hægt að næla sér í „sykurpabba“. Hún, ásamt fleiri ungum konum, sýnir seðlabúnt og lúxusvörur á TikTok sem hún hefur fengið frá eldri karlmönnum.

Hugtökin „sykurpabbi“ (e. sugar daddy) og „sykurbarn“ (e. sugar baby) eru notuð fyrir dýnamík á milli tveggja aðila, oftast eldri karlmanns og yngri kvenmanns. Í skiptum fyrir samveru og/eða kynlíf fær „sykurbarnið“ greitt í peningum, ferðalögum og alls kyns gjöfum.

Myllumerkið #SugarBabies nýtur mikilla vinsælda á TikTok. Fjöldi kvenna deila því hvernig þær fóru að því að fá rándýrar handtöskur, ferðalög og jafnvel sportbíla frá karlmönnum sem þær kynntust á netinu.News.au greinir frá. Nokkrar segjast hafa sent „sykurpöbbum“ sínum innkaupalista. Á listanum voru lúxusvörur eins og sex milljón króna Hermés Birkin taska og skartgripir frá Cartier.

Bandarísk kona, sem gengur undir @greeneyedbby á TikTok, segir að lykillinn að því að næla sér í ríkan karlmann sé að finna þinn stíl (e. niche), ekki nota þitt rétta nafn og láta eins og þú sért þegar „að lifa lífsstílnum sem þú sækist eftir.“

Sama konan sýnir í öðru myndbandi nokkrar gjafir sem hún hefur fengið, meðal annars handtösku frá Yves Saint Laurent, skartgripi frá Cartier og skó frá Christian Louboutin, hún sýnir einnig stórt seðlabúnt.

@greeneyedbbyoops🤑##sugarbabies ##designer ##bling ##clout ##fyp ##foryoupage◡<๑)“ href=“https://www.tiktok.com/music/original-sound-6759948842440919813″>♬ original sound – tay (๑>◡<๑)

@greeneyedbby segir að fyrsta skrefið sé að setja mörk. „Þú þarft aldrei að gera eitthvað sem þér þykir óþægilegt. ALDREI,“ segir hún.

„Taktu ákvörðum um hvað þér líður þægilega með. Að fara á stefnumót í persónu er auðveldara (og skemmtilegra), en samband sem er bara á netinu er öruggara (en erfiðara og tekur meiri tíma frá þér).“

Næsta skref er að finna þinn stíl. „Ertu nagli? Ertu þakin húðflúrum? Ertu stelpan í næsta húsi?“ Segir hún og bætir við að „sykurpabbar“ séu alltaf að leita að einhverju ákveðnu. „Þeir hafa ólíkar þarfir og ég lofa að það sé einhver þarna úti sem mun tilbiðja þig.“

Þriðja skrefið er að „byrja veiða.“

„Hafðu upplýsingarnar um þig takmarkaðar, stuttar og hugljúfar, en ekki leiðinlegar. Það er mikilvægt að lýsa fullkomnu stefnumóti í þínum huga, en sýndu persónuleika þinn. En þú vilt ekki segja þeim of mikið upp á öryggið, og þá hefðuðu líka ekkert til að tala um seinna,“ segir hún og bætir við að upplýsingarnar um þig ættu að gefa til kynna hvers konar „sykurpabba“ þú sért að leita að.

„Ekki segja að þú vilt frekar verja tíma þínum heima með góðri bók og rauðvínsglasi og deila svo mynd af þér og vinkonum þínum á djamminu,“ segir hún.

@greeneyedbby####♬ Cash Shit (feat. DaBaby) – Megan Thee Stallion

Hún mælir með að þær konur sem vilja frekar fá borgað í pening en gjöfum séu hreinskilnar um hvort þær vilji vasapening, hversu mikinn vasapening og í skiptum fyrir hvað.

Hún segir einnig að konur geta ekki verið of vandlátar þegar þær eru að „veiða“ eldri karlmenn. „Þú verður að ákveða hversu mikið þú vilt fyrir fyrsta stefnumót og reyna síðan að ná til sem flestra karlmanna.“

Að lokum segir hún: „Aldrei leyfa karlmanni að koma illa fram við þig, sérstaklega sykurpabba. Ef hann er dónalegur eða lætur þér líða óþægilega þá skaltu segja skilið við hann og finna annan, það mun alltaf vera annar.“

@greeneyedbby######♬ Candy – Doja Cat

Brie er önnur kona á TikTok sem deilir lífsstíl sínum sem „sykurbarn“ á TikTok. Í einu myndbandi sýnir hún ansi veglega gjöf frá sykurpabba sínum; flugmiði til Las Vegas, gjafakort fyrir 140 þúsund krónur og heill kassi af áfengi.

@theonlybriannai’m sorry mom ##fyp ##xyzbca ##sugardaddies ##foryoupage ##mylife ##vacation ##sugarbabies ##lanadelrey♬ Ooh Ahh (My Life Be Like) (feat. Toby Mac) – Grits

Hér að neðan má sjá fleiri myndbönd frá TikTok merkt #SugarBabies.

@bjbarbiee😌💸 ##sugardaddy ##sugarbabiecheck ##makehispocketshurt ##sugarbabies♬ Make His Pockets Hurt – Lil Kayla

@saintsinfernooMoney is my love language. ##fallaesthetic ##spooktober ##sugarbabies ##sugarbabiecheck ##sugardaddie ##fyp ##money ##accountant◡<๑)“ href=“https://www.tiktok.com/music/original-sound-6759948842440919813″>♬ original sound – tay (๑>◡<๑)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?

Eru þau systkini eða kærustupar – Getur þú giskað rétt?
Fókus
Í gær

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“

Kardashian-systir fékk COVID-19: „Megi Guð blessa okkur öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ

Sagði dóttur sinni að Peppa Pig væri fyrir utan – En í staðinn var svínshræ
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson

Þess vegna neitar Siggi Hlö að spila lög eftir Michael Jackson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“

Óprúttinn aðili braust inn til Línu og Gumma – „Mjög óþægi­legt og óhuggu­legt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga

Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga