fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Parið sem framleiðir persónusniðið klám – Furðulegu beiðnirnar sem þau samþykkja

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. október 2020 13:25

Dan og Rhiannon. Mynd/LadBible

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Dan og Rhiannon búa í Los Angeles. Þau eiga og reka saman fyrirtækið Anatomik Media sem framleiðir „persónusniðið klám“.

„Persónusniðið klám“ uppfyllir þarfir sem hefðbundið klám gerir ekki. Þegar þú hugsar um blæti (e. fetish) þá hugsarðu kannski um leður, flengingar og BDSM, en eins og Dan og Rhiannon segja frá í viðtali við LadBible, þá er það svo miklu meira. Blæti manna getur verið fyrir margvíslegum hlutum. Þannig hafa sumir blæti fyrir hlutum sem öðrum þykir ekkert kynferðislegir, eins og frímerkjum og flugum.

Dan og Rhiannon taka á móti beiðnum og samkvæmt vefsíðu þeirra er „engin beiðni of lítil eða stór – eða skrýtin!“

Í samtali við LadBible rifja þau upp „góðlátlega“ beiðni sem er þeim sérstaklega minnisstæð. „Einn vildi sjá fullklædda konu slá flugur. Annar karlmaður sendi einu sinni inn ryksugutengda beiðni,“ segja þau og bæta við að maðurinn hafi verið mjög ákveðinn um hvers konar ryksuga þetta ætti að vera og hversu mikið það átti að nota hana.

„Hann vildi að hún myndi bara ryksuga gólfið smá, ekki of mikið, en aðallega sófann. Þannig hún þreif bara sófann,“ segir Dan.

Beiðnirnar eru eins fjölbreyttar og þær eru furðulegar. Mynd/Anatomik Media

Nóg að gera

Það er mikil eftirspurn eftir persónusniðnu klámi. Dan og Rhiannon eru venjulega bókuð marga mánuði fram í tímann.

„Dýrasta myndin okkar hingað til er ekki komin út en hún kallast „The Bride“. Við vorum með tuttugu og fimm manna tökulið og myndin kostaði rúmlega 4,1 milljón krónur í framleiðslu. Ef við eigum að vera alveg hreinskilin þá vorum við mjög hissa að maðurinn var til í þetta. Þegar karlmenn sem koma til okkar með stærri hugmyndir þá búumst við yfirleitt við því að þeir hætti við,“ segja þau og útskýra söguþráð myndarinnar.

„Hugmyndin er sú að það er yngri kona að giftast eldri karlmanni, og svo byrjar hún að reyna við svaramanninn, tengdasoninn, stjúpsonurinn blandar sér í málið og síðan byrja brúðkaupsgestir að blanda sér í málið og allir eru með símann á lofti að taka upp. Við erum spennt að gefa myndina út.“

Atriðið með BBQ sósunni er þeim sérstaklega minnisstætt. Mynd/Anatomik Media.

BBQ sósa

Dan og Rhiannon rifja upp ólíkar beiðnir sem höfðu mikil áhrif á þau. Þau byrja á að nefna mynd sem hafði áhrif á skynfærin, aðeins of mikil áhrif.

„Við höfum verið að gera myndir þar sem matvörum er hellt yfir höfuð kvenna, eins og baunum, tómatsósum, chili, sinnepi og svo framvegis. En svo kom að BBQ sósunni – sem blandaðist við allt. Það var ógeðslegt,“ segja þau og bæta við: „BBQ sósa er bara brútal. Lyktin er yfirþyrmandi. Þú hefur ekki hugmynd um hvernig hún lyktar, þú getur ekki ímyndað þér það. En þetta var gaman.“

Frímerki

Þau rifja næst upp beiðni sem hafði mikil áhrif á þau tilfinningalega. Það var karlmaður sem sendi þeim frímerkjasafnið sitt, frímerki sem hann hafði safnað í yfir fjörutíu ár. Maðurinn vildi að þau myndu eyðileggja safnið.

„Ég var að leikstýra og konunum í atriðinu leið alveg hörmulega að eyðileggja frímerkin. En það var það sem viðskiptavinurinn bað um. Og þetta verkefni var sérstaklega erfitt því við gátum ekki reynt aftur, þetta þurfti að vera fullkomið í fyrstu töku,“ segir Rhiannon.

Þau komust seinna að sögunni á bak við frímerkin sem reyndist vera afar sorgleg. „Ástæðan fyrir því að hann var að eyðileggja frímerkjasafn sitt var vegna þess að sálfræðingurinn hans sagði honum að þetta væri fáránlegt áhugamál. Sálfræðingurinn hans. Þetta hefur verið versti sálfræðingur í heimi.“

Beiðnirnar sem Dan og Rhiannon fá eru fjölbreyttar, allt frá latex, kitli, stelpuslögum og yfirdrottnun. En Anatomik er einnig fyrir áhugakvikmyndagerðarmenn sem vilja sjá draumóra sína vakna til lífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“