fbpx
Laugardagur 19.júní 2021
Fókus

Kærastinn rúmlega fjörutíu árum eldri – „Besta kynlíf lífs míns“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 14. október 2020 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julia Strauss er 31 árs nemi sem er svo sem ekki frásögum færandi. Hún hefur þó vakið athygli fyrir makaval sitt, en kærasti hennar, Bernd Hasenbank er 72 ára gamall. Það er því 41 ár á milli þeirra sem verður að teljast töluverður aldursmunur.

The Mirror greinir frá

Julia segir að með Bernd sé hún að eiga „besta kynlíf lífs míns og verður betra með hverjum degi.“

Bernd er eldri en báðir foreldrar Juliu en engu að síður segir hún að þau gætu ekki verið hamingjusamari saman og að „aldur er bara tala“. Hún segir að vegna aldurs sé Bernd mun reyndari og búi yfir mun meiri samkennd en karlmenn á hennar aldri.

„Frá upphafi sá ég að Bernd er sterkur, heilbrigður og líflegur. Reynsla hans í svefnherberginu kom mér þó á óvart. Hann er rosalegur. Ég hef farið á stefnumót með mönnum sem voru allt að 25 árum eldri en ég en enginn þeirra var jafn góður og Bernd.  Fyrst var ég óörugg þegar við sáumst saman á almannafæri því fólk starði á okkur þegar við leiddumst. Ætli þeim hafi ekki þótt skrítið að sjá unga konu með þetta eldri manni,“ segir Julia.

Hún segir þó að fólk sjái fljótt að samband þeirra sé raunverulegt „Þau geta séð að við erum ástfangin og það er það sem skiptir máli.“

„Mér finnst ég aftur orðinn táningur með Juliu því ég er svo ástfanginn, ástin færir fram það besta í manni. Julia heldur mér ekki ungum því ég er ungur í hjarta. Hún er stundum meira þroskuð en ég. Börnin mín eru 39, 37 og 24 ára – þau hafa tekið henni vel því þau eru ánægð að sjá föður sinn hamingjusaman,“ segir Bernd.

„Ég skil að það þykir undarlegt að svona ung og falleg stúlka verði ástfangin af eldri manni. En ég er ekki einhver gamall perrakall sem vill komast yfir unga kropp. Við urðum ástfangin, virðum og skiljum hvort annað. Ég hef verið í tveimur langtímasamböndum við konur sem voru 10 og 15 árum yngri en ég en hvorug þeirra hafði sömu samskiptafærnina og Julia. Hún er svo sjálfsörugg. Fólk gerir alltaf ráð fyrir að hún sé haldin einhverju pabbakomplexi en það gæti ekki verið fjarri lagi.“

Foreldrar Juliu sem eru á sjötugsaldri, fengu áfall þegar þau hittu Bernd.

„Þau áttu bágt með að skilja hvernig maður sem er eldri en þau gæti gert mig hamingjusama. En eftir að hafa hitt hann nokkrum sinnum gátu þau séð hvað við hentum hvoru öðru vel og við eigum í góðum samskiptum við foreldra mína í dag,“ segir Julia.

Julia segir að þó margir reki upp stór augu þegar þau heyri af aldursmuninum þá finnist henni ekkert óeðlilegt við sambandið.

„Mér þykir samband okkar ekki furðulegt. Við deilum áhuga á list, tónlist og náttúru en fyrst og fremst eigum við það sameiginlegt að vilja öðlast betri skilning á okkur sjálfum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ísland er spillt land“ – Horfðu á úrslit MORFÍs í beinni

„Ísland er spillt land“ – Horfðu á úrslit MORFÍs í beinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“

Sex ára gömul beið Klara úti í bíl eftir föður sínum sem var á strippklúbb – „Ég veit ekki hvort ég myndi öskra á hann eða bara stúta honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum

Eyþór Melsteð hefur keppni á World Strongest Man – Var heppinn að drepa sig ekki á æfingu á dögunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin

Segir margar konur gera þessi stóru mistök í svefnherberginu – Þetta er lausnin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“

Óskar Finnsson æðrulaus í risastóru verkefni – „Ég get ekkert gert við því að ég sé kominn með fjórða stigs krabbamein og heilaæxli“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“

Ingó Veðurguð og fleiri stjörnur ganga til liðs við Boomerang – „Maður nær alls ekki að anna eftirspurninni“