fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Fókus

Svona kom starfsmaður skartgripaverslunar upp um framhjáhald

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 15:12

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zoe Roe vinnur í skartgripaverslun og lenti í frekar áhugaverðu atviki á dögunum. Zoe er með yfir 340 þúsund fylgjendur á TikTok og deilir myndbandi þar sem hún segir frá því þegar hún afgreiddi karlmann sem var að kaupa gjöf handa eiginkonu sinni – og kærustu sinni. Myndbandið hefur fengið yfir átta milljón áhorf og hafa fjölmiðlar á borð við Daily Mail og Yahoo fjallað um málið.

Karlmaður kom inn í verslunina og sagðist vera að leita að gjöf fyrir eiginkonu sína í tilefni tíu ára sambandsafmælis þeirra. Eftir að hafa valið fallegt hálsmen með áletruninni: „Til fallegu eiginkonu minnar“ sagðist maðurinn þurfa að velja annað hálsmen, en vildi borga það með öðru kreditkorti.

Maðurinn valdi hálsmen með áletruninni: „Til fallegu kærustu minnar.“

Zoe pakkaði inn gjöfunum. „Hann lét mig merkja pokann með gjöf eiginkonu sinnar með „K“ fyrir Kristin, og hinn pokann með „L“, fyrir Laura. Ég setti fallegar slaufur á pokana og sagði að þær ættu eftir að elska gjafirnar. Hann þakkaði fyrir sig,“ segir hún.

„Fjárinn. Ég var bara að muna að eiginkona hans heitir Laura og kærasta hans heitir Kristin. Ég hef ruglað saman pokunum. Úps!“

Athæfi Zoe hefur vægast sagt slegið í gegn hjá netverjum. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

@zozoroeWhat a good day to look out for other women😈 this happens too often. ##fyp ##whydomen ##storytime ##CTCVoiceBox ##DayInMyLife ##OikosOneTrip ##funny ##viral♬ original sound – Zoe Roe

Aðspurð hvað Zoe ætli að gera ef yfirmaður hennar sér myndbandið svarar hún:

@zozoroe

Reply to @natekarrs oops silly me ##fyp

♬ EverybodyMakesMistakes – jasonwolbert

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“

Vikan á Instagram: „Nýr veruleiki ráðherra og þingmanna“
Fókus
Í gær

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“

„Þau eru bæði forvitin, en annað þeirra er úthverft og hitt innhverft“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna

Mannréttindalögfræðingurinn Claudia Ashanie Wilson: Upp á líf eða dauða – Hættuleg einangrunarstefna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð

Sakamál – Starfsmannafundurinn breyttist í martröð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“

Vikan á Twitter – „Það er kannski á mörkunum að þetta sé birtingarhæft“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn

Tímavélin – Íslensku bræðurnir sem trylltu Norðmenn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi

Sjáðu myndirnar: Ingó Veðurguð selur húsið á Álftanesi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“

Nýjar auglýsingar frá Ölgerðinni vekja athygli – „Áslaug athugaðu. Það þarf ekki alltaf að vera vín.“