fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Fimm hlutir sem hún hatar við að læra íslensku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 12. október 2020 11:30

Jewells. Mynd/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jewells Chambers býr á Íslandi og heldur úti YouTube-rásinni All Things Iceland. Hún heldur einnig úti samnefndri Instagram-síðu og hlaðvarpi.

Hún er dugleg að deila myndböndum frá Íslandi og öllu því sem tengist. Í nýjasta myndbandinu fer hún yfir fimm hluti sem hún þolir ekki þegar kemur að því að læra íslensku. Jewells hefur áður farið yfir fimm hluti sem hún elskar við íslenskt tungumál.

Jewells er frá Bandaríkjunum og hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Hún segir tungumálið geta verið erfitt viðureignar og það fyrsta sem hún nefnir er íslensk málfræði.

„Málfræðin getur verið rosalega erfið,“ segir hún og vísar í fallbeygingu orða og kyn orða.

„Ekki láta mig einu sinni byrja á að tala um tölustafina frá einum upp í fjóra. Það er viss áskorun að muna þetta og þetta er alveg eitthvað sem ég hef klikkað á síðustu ár.“

Númer tvö á listanum eru undantekningar í íslenskri málfræði.

Næsta sem hún nefnir er að hún á það til að efast um sig sjálfa og endar með að orða setningar eins og spurningu. Í stað þess að segja „Ég fór til Reykjavíkur“ þá segir hún „ég fór til Reykjavíkur?“ Því hún byrjar að efast um hvort hún sé að beygja orðið rétt.

Það fjórða sem hún nefnir er samhljómun. Hún tekur dæmi: „Bóndinn á Á á á á á. Það er raunveruleg setning,“ segir hún og þýðir setninguna yfir á ensku. „Það er ekki eins og fólk sé alltaf að segja svona setningar. En svona samhljómar, eins og á, geta verið mjög brögðóttir.“

Það síðasta sem hún nefnir er að Íslendingar vilja æfa ensku.

„Oft þegar Íslendingar heyra að þú sért með hreim eða segir eitthvað vitlaust þá skipta þeir yfir í ensku. Ég viðurkenni alveg að stundum hef ég verið þakklát fyrir það en stundum þegar ég er virkilega að reyna að eiga samtal á íslensku þá er það erfitt þegar manneskjan svarar á ensku. Það getur verið pirrandi, en ég læt manneskjuna vita að ég sé að æfa mig í íslensku og spyr hvort manneskjan geti talað við mig á íslensku,“ segir hún.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Fyrir nokkrum vikum deildi Jewell myndbandi og fór yfir fimm hluti sem þú átt ekki að gera, annars gætirðu móðgað Íslending. Þú getur fylgst með henni á YouTube og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla