fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Fókus

Stærstu Hollywood-skandalar níunda áratugarins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 11. október 2020 08:00

Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar sem er frægð og frami, þar eru skandalar og hneyksli. Með tímanum rennur fólki venjulega reiðin og hneykslin falla í gleymskunnar dá. Við rifjum hér upp sex skandala sem gerðu allt vitlaust á níunda áratug síðustu aldar.

Vanessa Williams í dag.

Nektarmyndir Vanessu Williams

Vanessa Williams var fyrsta svarta konan til að verða ungfrú Bandaríkin árið 1983. Það varð uppi fótur og fit þegar tímaritið Penthouse greindi frá því að það hefði komist yfir nektarmyndir af Vanessu og ætlaði að birta myndirnar án hennar leyfis.

Vanessa var látin skila titlinum.

Frekar en að gagnrýna Penthouse fyrir að beita Vanessu ofbeldi af þessu tagi var það Vanessa sem sætti gagnrýni og þurfti að skila kórónunni og titlinum. Það liðu 32 ár þar til Vanessa fékk afsökunarbeiðni frá skipuleggjendum Miss America. Hún hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta, leikkona og söngkona undanfarna áratugi.

Mmatthew Broderick og Jennifer Grey Mynd/Getty

Banvænt bílslys

Matthew Broderick og Jennifer Grey byrjuðu saman á bak við tjöldin og voru á ferðalagi um Norður-Írland árið 1987 þegar þau lentu í bílslysi. Matthew var á við stýrið og fór yfir á öfugan vegarhelming og keyrði á annan bíl. Bæði bílstjórinn í þeim bíl, Anna Gallagher, þrítug kona, og móðir hennar, Margaret Doherty, 63 ára, dóu samstundis.

Matthew slasaðist frekar illa, hann brákaði nokkur bein, fékk heilahristing og lunga féll saman. Jennifer slasaðist minniháttar. Þegar þau lentu í slysinu vissi enginn um samband þeirra, en sambandið varð opinbert eftir það. Sambandið var þó ekki langlíft og hættu þau saman ári seinna. Matthew er í dag giftur leikkonunni Sarah Jessica Parker og Jennifer Grey er gift leikaranum Clark Gregg.

Rob Lowe þegar hann var yngri.

Kynlífsmyndband Rob Lowe

Það virðist sem Rob Lowe hafi átt langan, farsælan feril en það munaði litlu að hann færi í vaskinn seint á níunda áratugnum vegna kynlífsskandals. Myndbandi af Rob, sem þá var 24 ára, að stunda kynlíf með tveimur konum sem voru 16 og 22 ára, var lekið í fjölmiðla. Eins og hlutirnir væru ekki nógu slæmir, þá studdi Rob opinberlega Demókratann Michael Dukakis þegar hneykslið kom upp.

Rob Lowe studdi Michael Dukakis opinberlega.

Móðir unglingsstúlkunnar kærði Rob. Hann fékk lítil hlutverk fram að The West Wing, sem hóf göngu sína 1999. Síðan þá hefur hann átt farsælan feril og margir hafa ekki hugmynd um hneykslið, sérstaklega yngri kynslóðin sem þekkir hann sem hinn hressa og skemmtilega Chris Traeger úr Parks And Recreation.6

Todd Bridges þá og nú.

Todd Bridges kærður fyrir morð

Leikarinn Todd Bridges sigraði hjörtu áhorfenda sem Willis í sjónvarpsþættinum Diff’rent Strokes. Eftir þættina leiddist hann út í fíkniefnaneyslu, því miður kunnugleg örlög barnastjörnu. Árið 1989 var hann kærður fyrir að skjóta og myrða eiturlyfjasala sem hét Kenneth „Tex“ Clay. Todd fékk stjörnulögfræðinginn Johnny Cochrane til að verja sig, sem varð seinna lögfræðingur O.J. Simpson. Hann var sýknaður af öllum ákærum.

Lionel Richie og fyrsta eiginkona hans, Brenda.

Ástarþríhyrningur Lionel Richie

Söngvarinn Lionel Richie er tvígiftur. Fyrra hjónaband hans varði í átján ár. Hann giftist Brendu Harvey árið 1975 en hjónin skildu árið 1993 eftir að upp komst um framhjáhald Lionel. Brenda kom að Lionel kyssa fatahönnuðinn Diane Alexander fyrir framan íbúð þeirrar síðarnefndu.

Lionel og Diane.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs á Brenda að hafa sparkað í klofið á Lionel og hlaupið á eftir Diane. Brenda var kærð fyrir nokkur brot, meðal annars að hafa veitt maka líkamlega áverka. Stuttu seinna skildi Brenda við Lionel. Tveimur árum síðar giftust Lionel og Diane. Þau eignuðust tvö börn og skildu árið 2004.

Milli Vanilli.

Milli Vanilli

Dúóinu Milli Vanilli skaut upp á stjörnuhimininn með laginu Girl You Know It‘s True. Lagið kom út 25. júní árið 1989 og var á Billboard-listanum í 26 vikur. Um var að ræða þýskt-franskt R&B dúó frá München og samanstóð af Fab Morvan og Rob Pilatus. Upphafið að sorglegum endalokum dúettsins var 21. júlí 1989, aðeins rétt rúmu ári eftir að fyrsta lag þess kom út.

Þeir voru að flytja lagið Girl You Know It‘s True fyrir framan 80 þúsund manns í skemmtigarðinum Lake Compounce í Connecticut í Bandaríkjunum. Fab og Rob voru eins og þeir voru venjulega uppi á sviði, orkumiklir og sýndu glæsilega danstakta. En skyndilega heyrðist alltaf sama setningin: „Girl you know it‘s, girl you know it‘s, girl you know it‘s.“ Það var eins og geisladiskur væri rispaður. Það kom í ljós að Fab Morvan og Rob Pilatus sungu ekki lögin og allt í kringum Milli Vanilli væri lygi og dulbúningur. Það tók hins vegar marga mánuði fyrir fólk að komast að sannleikanum, þar sem þetta var fyrir tíma samfélagsmiðla. Þeir neyddust til að skila Grammy-verðlaununum og urðu aðhlátursefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag

Manstu eftir ítalska kyntröllinu Fabio? – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu

Mæðgur tóku þungunarpróf saman – Bjuggust ekki við þessu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað