fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fókus

Fanney Birna og Andri selja Vesturgötuna – 103 fermetrar, uppgert og á besta stað í Reykjavík

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. október 2020 10:46

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Fanney Birna Jónsdóttir hefur sett á sölu íbúð hennar og manns hennar, Andra Óttarssonar.

Eignin er í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í 101 Reykjavík. Íbúðin er alls 103,9 fermetrar að stærð með svölum til suðurs. Blasir Esjan og Móskarðshnjúkar við úr gluggum íbúðarinnar í norðri. Tvö svefnherbergi og tvær stofur eru í íbúðinni en möguleiki er á að breyta einni stofunni í þriðja svefnherbergið.

Þau Fanney og Andri hafa búið þarna í 10 ár og var íbúðin tekin í gegn þegar þau fluttu inn og baðherbergi endurnýjað árið 2019. Innréttingar eru einkar fallegar, eldhústækin frá Miele og lýsing íbúðarinnar hönnuð af Lumex. Hvergi hefur því verið sparað.

Gamli vesturbærinn hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár og er nú að öllum líkindum eftirsóttasti staður landsins að búa á. Þaðan er stutt í alla þjónustu, verslun auk þess sem Reykjavíkurborg hefur eflt til muna hjóla og gönguleiðir í nágrenni svæðisins undanfarin ár.

Sjá má fleiri myndir og nánari lýsingu á eigninni á fasteignavef Vísis, til dæmis.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?

Barnið mitt er bústið – Er það endilega vandamál?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“

Blaðamaður fórnar sér – „Þetta er það allra versta sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd

Auddi Blö á von á sínu öðru barni – Deilir sónarmynd
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband

Hugrún Britta samdi plötu og áttaði sig á að hún væri flæðigerva – Gefur út nýtt tónlistarmyndband