fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

„Eiginmaður minn svaf hjá mömmu minni á meðan ég var nær dauða en lífi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. október 2020 11:07

Myndir: @KAMYLLA.MELO/Newsflash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona fékk áfall þegar hún vaknaði úr dái og komst að því að eiginmaðurinn væri farinn frá henni, fyrir mömmu hennar.

Kamylla Wanessa Cordeiro de Melo segir í viðtali við brasilíska Marie Claire að hún hafi kynnst manni drauma sinna þegar hún var 25 ára. Hann var tíu árum eldri og þau „urðu ástfangin.“ Þau giftust árið 2013 og eignuðust son sinn stuttu seinna.

Árið 2017 hrundi veröld hennar. Hún fékk slag í kjölfar aðgerðar og féll í dá í 78 daga. Um tíma var hún nær dauða en lífi.

Kamylla heldur því fram að í stað þess að hugsa um hana þá hafi fjölskyldan brugðist henni. Hún segir að móðir sín hafi „stolið“ eiginmanni sínum og seinna gifst honum.

„Á þessum tíma fór móðir mín – ég sver það, ég get ekki kallað hana móður lengur – hún fór heim til mín til að hjálpa eiginmanni mínum að hugsa um son okkar, sem var á þessum tíma fjögurra ára. En ég komst seinna að því að á þessum fjórum mánuðum sem ég var á spítalanum, oft nær dauða en lífi, þá kom eiginmaður minn tvisvar að heimsækja mig. Mamma mín kom aldrei.“

Þegar Kamylla vaknaði úr dái kom faðir hennar að sækja hana á spítalann. Hann sagði henni hræðilegu fréttirnar, hann var sjálfur í ástarsorg eftir að hafa komist að framhjáhaldi eiginkonu sinnar.

Kamylla segist hafa verið í áfalli og upplifað ólýsanlegan sársauka.

Kamylla fékk áfallt þegar hún komst að sannleikanum.

Samband mæðgnanna

Kamylla greinir frá því að samband hennar og móður hennar hefur ætíð verið brösótt. Móðir hennar var tvítug þegar hún átti hana og byrjaði að „keppa“ við Kamyllu þegar hún var unglingur.

En þrátt fyrir það átti Kamylla erfitt með að trúa því sem faðir hennar sagði. Hún hringdi í móður sína sem sagði að þetta væri satt og að hún væri „mjög hamingjusöm“ með fyrrverandi tengdasyni sínum.

Það sem gerir ástandið enn verra að sögn Kamyllu er hegðun móður hennar. Kamylla segir að nýja parið sé mjög duglegt að flagga sambandinu og fari ekki leynt með ást sína.

„Ég komst nýlega að því að móðir mín vill halda upp á sambandsafmæli þeirra 2. mars, og fer ekkert leynt með að hún byrjaði með þáverandi eiginmanni mínum á meðan ég lá á spítala,“ segir hún.

Móðir Kamylla og fyrrverandi eiginmaður hennar gengu í það heilaga. Sonur Kamyllu hittir föður sinn nokkrum sinnum í viku samkvæmt dómsúrskurði.

Kamylla ásamt föður sínum og syni.

Fann ástina á ný

Kamylla segir að hún getur ekki fyrirgefið móður sinni og fyrrverandi eiginmanni en reynir að horfa fram á veginn. Hún hefur fundið ástina á ný og hefur verið í sambandi í tíu mánuði.

Sonur hennar og faðir eru í forgangi hjá henni og kallar hún þá „ástríka og fullkomna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“

„Kynlífið með honum er ennþá besta kynlífið“ segir kona um sinn fyrrverandi – „Ég er ekki með neitt samviskubit“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“

Kristbjörg opnar sig: „Ég man hvað ég var glórulaus“