fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Sunna segir Friends vera tímaskekkju: Deilt um verstu persónuna – „Öll frekar shitty fólk“

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef Ross væri karakter í þætti í dag væri hann 100% vondi kallinn“.

Svo skrifar plötusnúðurinn og einkaþjálfarinn Sunna Ben en hún vakti athygli fyrir Twitter-þráð þar sem hún gagnrýnir einn vinsælasta sjónvarpsþátt heims, Friends, og segir hún það hafa komið sér á óvart hvað þættirnir hafa elst illa.

Vinsældir þessara sjónvarpsþátta virðast seint ætla að dvína en þeir voru efstir á lista yfir því sem Netflix-notendur horfðu hvað mest á árið 2018 og er óhætt að segja að ástsælustu sexmenningar pöpulsins brenni enn á vörum margra. Undanfarin ár hefur þó kynjapólitík, hegðunarmynstur persóna og almenn gildi þáttanna verið sett undir smásjánna. Sífellt fleiri velta því fyrir sér hvort þættirnir séu tímaskekkja og er Sunna Ben á meðal þeirra.

„Ross hélt framhjá Rachel, kúgaði vini sína ítrekað tilfinningalega fyrir að vilja líka umgangast hana, ekki bara sig og síðar hana fyrir að vilja ekki umgangast sig,“ segir Sunna. „Ég eiginlega trúi því ekki hvað þeir eldast illa. Verst af öllu mögulega.“

Í athugasemdum taka margir hverjir undir og bæta eigin túlkunum við. „Ross er einn ömurlegasti sjónvarpskarakter sem er til. Skil ekki suma sem fíla hann,“ segir Leifur Örn trommuleikari.

„Ef við ætlum að vera alveg heiðarleg þá voru þau öll frekar shitty fólk,“ segir Sigurður Rúnar í sama þræði. Nokkur Daníel Magnússon segir persónuna Monicu vera glataða sköpun sem væri í nútímanum séð sem „vondi kallinn“ að hans mati. „Um það bil versta kærasta og eiginkona sjónvarpssögunnar.“

Sunna mótmælir þessu ekki og bætir við: „Joey fær heldur engin framkomu og samskiptaverðlaun.“

Vill plötusnúðurinn þó koma nokkrum persónum til varnar. „Phoebe eldist ágætlega og Rachel er oftast allt í lagi, við sjáum hana þroskast mikið sem manneskju í gegn um seríurnar, hún verður frekar nett þarna þegar líður á. En meirihlutinn af þessu liði er óbærilegt!“ segir Sunna.

Upprunalegt innlegg Sunnu og meðfylgjandi þráð má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki