Sunnudagur 29.mars 2020
Fókus

Myndir mánaðarins hættir útgáfu eftir 26 ár

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2020 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímaritið Myndir mánaðarins hættir útgáfu eftir 26 ára samfellda mánaðarlega útgáfu. Á þeim árum hefur blaðið verið dreift ókeypis víða um land, meðal annars í bíóhúsum, á vídeóleigum og öllum helstu sölustöðum kvikmynda. Síðasta blaðið sem gefið var út er janúarhefti þessa árs.

Útgefandi Mynda mánaðarins er Myndmark – félag myndbandaútgefanda og myndbandaleigna. Ritstjóri blaðsins er Bergur Ísleifsson og hefur hann gegnt því starfi undanfarinn áratug, en þar á undan var það Erlingur Grétar Einarsson sem sá um það hlutverk.

Fyrsta tölublaðið kom út í febrúar árið 1994 og hét þá tímaritið Myndbönd mánaðarins, enda var þá eingöngu fjallað um dreifingu VHS-spólna á Íslandi. Árið 2002 var nafninu breytt þegar DVD-diskarnir voru komnir til sögunnar og farnir að leigjast meira en VHS-spólurnar. Blaðið hefur um árabil verið prentað í rúmlega 20 þúsund eintökum.

Í blaðinu hefur verið fjallað um allt það helsta sem viðkemur kvikmyndaheiminum. Einnig er fjallað um nýjar myndir sem væntanlegar eru á markaðinn, bæði í bíó og á vídeó og er ljóst að tímaritið eigi sér dyggan sess í íslenskri kvikmyndamenningu.

Lestur á blaðinu hefur verið mældur frá árinu 1999 og er blaðið með lestur á bilinu 30 – 40% hjá allri þjóðinni en hjá unga fólkinu (12 – 29 ára) er lestur á bilinu 55 – 75%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús kemur með lausn á vandamálinu sem allir þekkja – „Ég vil binda enda á þessa óvissu“

Magnús kemur með lausn á vandamálinu sem allir þekkja – „Ég vil binda enda á þessa óvissu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“

Sigurjón segist aldrei eiga krónu: Rifjar upp tilurð Beverly Hills 90210 – „Öllum fannst þetta óttalega lélegt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Klassa druslu slegið á frest

Klassa druslu slegið á frest
Fókus
Fyrir 6 dögum

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“

Linda keypti íbúð sem hafði ekki verið snert í 72 ár – „Mér finnst fátt vera áhætta“