Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Þórunn: Hjónin voru uppgefin fyrir 2 árum – Ánægjuleg sjón mætti henni í gær

Fókus
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Ólafsdóttir, sem er helst þekkt fyrir störf á sviði mannúðar- og sjálfboðastarfa, deildi afar gleðilegri sögu á Twitter-síðu sinni í gær. Óhætt er að segja að sagan hafi vakið mikla og jákvæða athygli.

„Af því janúar er búinn að vera hræðilegur langar mig að segja ykkur smá fallegt. Í dag rakst ég óvænt á ung hjón sem ég kynntist í vinnunni fyrir nokkrum árum,“ segir Þórunn í byrjun færslunnar.

Hún segir að þegar hún hitti þau á sínum tíma hafi þau verið búin að vera á flótta í mörg ár og gjörsamlega uppgefin á líkama og sál.

„Þau áttu lítið barn, hrikalega sögu og óvissan um framtíðina var óbærileg. Svo komu óvænt gleðitíðindi – þau fengu vernd. Fólkið sem ég rakst á núna 2 árum síðar var svo gjörbreytt. Svo uppfullt af lífsorku og svo kynntu þau mig stolt fyrir nýjum fjölskyldumeðlim.“

Þórunn segir að allt samtalið hafi farið fram á íslensku og ungu hjónin sagt henni óðamála og stolt frá því sem á daga þeirra hefur drifið.

„Get ekki hætt að sjá glöðu andlitin þeirra fyrir mér. Þau eru örugg. Búin að koma sér vel fyrir og ég samgleðst þeim svo innilega. Þau fengu tækifærið sem fólk á skilið.“

Fjölmargir hafa sett hjarta við færslu Þórunnar og þakkað henni fyrir þessa fallegu og jákvæðu sögu í skammdeginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 6 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld