Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Sigríður greindist með krabbamein: „Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu“

Fókus
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Sigríður Klingenberg, betur þekkt sem Sigga Kling, gekkst undir aðgerð á dögunum eftir að sortuæxli fannst á fætinum á henni. Sigríður gekkst undir aðgerð fyrir áramót og dvaldi á Landspítalanum yfir áramótin þar sem hún var skorin upp.

Í samtali við Smartlandið á mbl.is segir Sigríður að hún hafi verið með svartan blett á fætinum sem hún hafi í raun lítið spáð í. Það var ekki fyrr en hún frétt að Marta Jónsson skóhönnuður hefði verið með svipaðan blett að hún fór að veita honum meiri athygli.

Hún fór því til læknis þar sem krabbamein greindist í blettinum. Sigríður segist hafa dvalið í níu daga á spítalanum eftir aðgerðina og sú upplifun hafi opnað augu hennar.

„Ég er mjög þakk­lát eft­ir þessa spít­ala­vist því þú veist hvað þú mátt þakka fyr­ir þegar þú ert kom­in á þenn­an stað,“ seg­ir hún og bætir við að hún sé fyrst núna að geta stigið í fótinn eftir aðgerðina.

„Það að vera þarna í níu daga breytti lífi mínu. Það var rosa­lega vel hugsað um mig þarna. Það er ekk­ert sem ég get gagn­rýnt eft­ir að hafa legið þarna á Land­spít­al­an­um,“ seg­ir hún í viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?

Mynd dagsins: Steinunn og Stefán vöknuðu við skrýtið hljóð á klósettinu – Hefur þú lent í þessu?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri

Hver er þessi Íva? – Blind frá fæðingu – Í tónlistarskóla frá tveggja ára aldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld

5 Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra

Svanasöngur örvitanna – Ástir, eldgos og martraðir meðvirkra
Fókus
Fyrir 6 dögum

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld

Söngvakeppnin 2020 – Seinni undanúrslit í kvöld