Þriðjudagur 25.febrúar 2020
Fókus

Margrét Gnarr opnar sig um fæðinguna – Féll í gólfið af sársauka: „Þetta var frekar dramatískt í lokin“

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Edda Gnarr og unnusti hennar Ingimar Elísson eignuðust son þann 13. janúar síðastliðinn.

Margrét opnar sig um fæðinguna, sem hún lýsir sem erfiðari og dramatískri, í einlægum pistli á Instagram.

„Það erfiðasta sem ég hef einhvern tíma gert og besti dagur lífs míns,“ segir hún.

Margrét vaknaði 3:30 um nóttina þann 13. janúar með skrýtna tilfinningu. Stuttu síðar missti hún vatnið og fékk fyrstu hríðina um tíu mínútum seinna. Eftir um klukkutíma voru hríðarnar á 3-5 mínútna fresti og urðu kröftugri í hvert skipti.

„Ég fór á sjúkrahúsið klukkan 4:30 í skoðun og komin með fjóra í útvíkkun. Það var sífellt styttra á milli hríða og ég gat ekki trúað því að þær gætu orðið verri. Þegar ég kom inn á fæðingarstofuna féll ég í gólfið því ég var í svo miklum sársauka. Mér fannst eins og það væri engin hvíld á milli og það var á þessum tímapunkti sem ég bað um mænudeyfingu. Ég ætlaði ekki að fá mænudeyfingu en ég var viljug að gera hvað sem er til að láta sársaukann hverfa! Á meðan ég beið eftir mænudeyfingu byrjaði ég að æla nánast alltaf þegar ég fékk hríð. Þetta var VERSTI sársauki sem ég hef fundið á ævi minni,“ segir Margrét.

Mænudeyfingin byrjaði að virka og gekk allt vel næstu átta tímana.

„En síðan fór hjartsláttur barnsins míns að lækka. Á þessum tímapunkti var ég komin með um átta í útvíkkun og þurfti að liggja á hægri hlið minni til að ná honum aftur upp. Það virkaði í smá tíma en þegar ég var nánast komin með tíu í útvíkkun hætti það að virka. Hann þurfti að koma út sem fyrst! Ég fékk lyf til að flýta fyrir útvíkkunarferlinu svo ég gæti byrjað að rembast.“

Það endaði með því að sonur hennar var tekinn út með sogklukku.

„Þetta var frekar dramatískt í lokin en sonur minn kom lifandi í heiminn.“

Að lokum þakkar Margrét starfsfólki spítalans og læknunum sem hjálpuðu henni. Hún þakkar einnig unnusta sínum og systur sinni Kamillu Gnarr sem voru bæði viðstödd fæðinguna.

Sjáðu magnaðar myndir úr fæðingunni hér að neðan. Þú getur skoðað fleiri myndir með því að ýta á örina til hægri.

View this post on Instagram

The hardest thing I have ever done & the best day of my life💙 . At 3:30 am on january 13th I woke up with a strange feeling. I thought I might pee myself so I ran to the bathroom and as soon as I got to the bathroom my water broke. 10 minutes later I had my first labor contraction. It was pretty strong but I was able to breath through it. In the next hour I had contractions every 3-5 minutes & each contraction became more and more powerful. I got to the hospital at 4:30 for a check up and I was 4 cm dialated. My contraction were getting closer and I could not belive them getting any worse. I got a birthing room & when I got to the room I fell to the ground in soooo much pain! I felt like there was no rest between & thats when I asked for an epidural. My plan was not to have an epidural but I was willing to try everything to make the pain go away! While I was waiting for the epidural I started to throw up during most contractions😰 This was the WORST pain I have ever felt in my life!!! As soon as I got the epidural the pain went away which made me sooooo happy as you can see in the third photo & yes I know how sexy my outfit is😆 . Everything went pretty well for the next 8 hours or so but then my babys heart rate started to drop😰 At that time I was about 8 cm dialated. I had to lay on my right side to get it back up. That worked for some time but when I was almost fully dialated it stopped working😣 He had to come out as soon as possible! I got a drug to speed up the dialation so I could start pushing him out. The pushing part was not painful at all because I still had the epidural but it was hard to know if I was pushing or not. The doctor and midwifes told me I was doing a good job so I kept on going. After couple of pushes I got an episiotomy to make more room for him to get out. In the end he was taken out with a vaccuum device. . It was pretty dramatic at the end but my baby boy came out alive!🥰 . So thankful for the @ljosmaedur staff at @landspitali & the doctors who helped me💖 Also thankful for my boyfriend @ingimarel & my sister @kamillagnarr who were there with me💖💖 . #birthstory #hospitalbirth #pregnancy #41weeks #babyboy #episiotomy #labor

A post shared by Margret Gnarr (@margretgnarr) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið

Daði fær stuðning úr óvæntri átt – Sjáðu hvað Russell Crowe sagði um lagið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“

Gunnar Júlíusson er listamaður mánaðarins í Bókasafni Garðabæjar – „Ég hef gaman af ýktri tjáningu“
Fókus
Fyrir 1 viku

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð

Kolbeinn Karl afhjúpar hvernig best er að kaupa fasteign – Svona eignast þú íbúð
Fókus
Fyrir 1 viku

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“