fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Margrét Gnarr opnar sig um fæðinguna – Féll í gólfið af sársauka: „Þetta var frekar dramatískt í lokin“

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Edda Gnarr og unnusti hennar Ingimar Elísson eignuðust son þann 13. janúar síðastliðinn.

Margrét opnar sig um fæðinguna, sem hún lýsir sem erfiðari og dramatískri, í einlægum pistli á Instagram.

„Það erfiðasta sem ég hef einhvern tíma gert og besti dagur lífs míns,“ segir hún.

Margrét vaknaði 3:30 um nóttina þann 13. janúar með skrýtna tilfinningu. Stuttu síðar missti hún vatnið og fékk fyrstu hríðina um tíu mínútum seinna. Eftir um klukkutíma voru hríðarnar á 3-5 mínútna fresti og urðu kröftugri í hvert skipti.

„Ég fór á sjúkrahúsið klukkan 4:30 í skoðun og komin með fjóra í útvíkkun. Það var sífellt styttra á milli hríða og ég gat ekki trúað því að þær gætu orðið verri. Þegar ég kom inn á fæðingarstofuna féll ég í gólfið því ég var í svo miklum sársauka. Mér fannst eins og það væri engin hvíld á milli og það var á þessum tímapunkti sem ég bað um mænudeyfingu. Ég ætlaði ekki að fá mænudeyfingu en ég var viljug að gera hvað sem er til að láta sársaukann hverfa! Á meðan ég beið eftir mænudeyfingu byrjaði ég að æla nánast alltaf þegar ég fékk hríð. Þetta var VERSTI sársauki sem ég hef fundið á ævi minni,“ segir Margrét.

https://www.instagram.com/p/B7Y_lKSlE7y/

Mænudeyfingin byrjaði að virka og gekk allt vel næstu átta tímana.

„En síðan fór hjartsláttur barnsins míns að lækka. Á þessum tímapunkti var ég komin með um átta í útvíkkun og þurfti að liggja á hægri hlið minni til að ná honum aftur upp. Það virkaði í smá tíma en þegar ég var nánast komin með tíu í útvíkkun hætti það að virka. Hann þurfti að koma út sem fyrst! Ég fékk lyf til að flýta fyrir útvíkkunarferlinu svo ég gæti byrjað að rembast.“

Það endaði með því að sonur hennar var tekinn út með sogklukku.

„Þetta var frekar dramatískt í lokin en sonur minn kom lifandi í heiminn.“

Að lokum þakkar Margrét starfsfólki spítalans og læknunum sem hjálpuðu henni. Hún þakkar einnig unnusta sínum og systur sinni Kamillu Gnarr sem voru bæði viðstödd fæðinguna.

Sjáðu magnaðar myndir úr fæðingunni hér að neðan. Þú getur skoðað fleiri myndir með því að ýta á örina til hægri.

https://www.instagram.com/p/B7gtaevFc-_/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“