fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Fókus

Kristbjörg opnar sig: „Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég enn í afneitun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 17:00

Mynd: Instagram/@krisjfitness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja með þetta ár, tilfinningar mínar hafa verið út um allt síðustu daga,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir í hjartnæmum pistli sem hún birtir á Instagram-síðu sinni.

Kristbjörg , einkaþjálfari og tveggja barna móðir, er gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni. Hún er með rúmlega 32 þúsund fylgjendur á Instagram og hefur áður opnað sig um erfiðleika sem hún hefur glímt við síðastliðið ár.

Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig um erfiðleika: „Mér líður eins og ég hafi ekki enn getað meðtekið þetta allt“

Besta vinkona Kristbjargar, Fanney Eiríksdóttir, lést aðeins 32 ára eftir erfiða baráttu við krabbamein. Fanney lét eftir sig eiginmann, Ragnar Snæ Njálsson, og tvö börn.

Erfiðasta árið hingað til

„2019 var frábært ár en það erfiðasta hingað til. Við ferðuðumst mikið sem fjölskylda,“ segir Kristbjörg og rifjar upp ferðalög ársins.

„Við eyddum miklum tíma á Íslandi sem var mjög dýrmætt, að fá að eyða tíma með fjölskyldu og vinum.“

Kristbjörg nefnir merka áfanga yfir árið, eins og nýju húðvörulínu hennar og Arons Einars, AK Pure Skin og flutning fjölskyldunnar til Katar.

En dimmar stundir skyggðu á árið.

„Ég missti ömmu mína og besta vinkona mín tapaði baráttu sinni við krabbamein. Í byrjun ársins fengum við svo góðar fréttir um æxlið en því miður dugðu þær fregnir skammt. Lyfjameðferð á eftir lyfjameðferð eftir geislameðferð eftir geislameðferð og hún var enn þá að hugsa um börnin sín og neitaði að gefast upp. Þetta fór ekki eins og við vonuðumst eftir og báðum fyrir. Ef ég að vera hreinskilin þá er ég enn í afneitun og vill ekki átta mig á að það sé satt að ég muni aldrei hitta hana aftur,“ segir Kristbjörg.

„Eins mikið og ég reyni að horfa yfir liðið ár með bros á vör, því margt ótrúlegt gerðist hjá okkur, þá get ég ekki að því gert að ég sé sorgmædd, reið, miður mín og bara týnd því það er ekkert sem getur gefið okkur Fanneyju aftur og það er eitthvað sem mér finnst ótrúlega erfitt að meðtaka.“

Kristbjörg segir áramótaheit sín snúast um að vera meira í núinu með fólkinu sínu og skapa fleiri minningar. „Þú veist aldrei hvað lífið kastar í þig og það er ekki eitthvað til að taka sem sjálfsögðum hlut.“

View this post on Instagram

Don’t even know where to start with this year, my emotions have been all over the place for the last few days .. _ 2019 was amazing year but yet the hardest so far .. _ ✈️We traveled a lot as a family. We went to Dubai, Italy celebrating our friends wedding, Florida with both mine and Arons family which was such an amazing trip. Mykonos with our “main group” which turned out to be one of the best trip ever! Amsterdam with my Lydia having such a good time. Spent a lot of time in Iceland this year which was very precious spending time with friends and family. _ 🙌🏼AK Pure Skin is finally up and running and has had an incredible start since we launched it. 3 years of hard work and dedication is finally live and Im so excited for the times ahead. _ 🏡We moved our little family to Qatar and we are very happy and settled in here. On the other note we left Cardiff which was very hard for us as well. _ 💔I lost my grandmother and my best friend lost her battle with cancer. At the beginning of this year we had such a good news about the tumour but unfortunately that didn’t last for long. Chemotherapy after chemotherapy and radiotherapy after radiotherapy she was still taking care of her kids and refusing to give up. It didn’t go as we all hoped and prayed for😔 If I’m honest I’m still in denial and I don’t want to realise that its true that Im never gonna see her again😭 _ as much as Im trying to look back at the year with smile on my face because a lot of amazing things happened for us I can’t help it feeling sad, angry, devastated and just lost because there is nothing that can bring Fanney back and that is something I find really hard to accept 😭💔 _ ✨My new years vows is to be more present with the people who are closest to me and make more memories – You never know what life can throw at you and its not something to take for granted❤️

A post shared by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“

Þetta fannst Ráðherrunum um Ráðherrann – „Ég neyðist hins vegar til að valda lesendum vonbrigðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi

María Krista útbjó draumkennt barnaherbergi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“