fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Kristbjörg opnar sig: „Ef ég á að vera hreinskilin þá er ég enn í afneitun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 17:00

Mynd: Instagram/@krisjfitness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit ekki hvar ég á að byrja með þetta ár, tilfinningar mínar hafa verið út um allt síðustu daga,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir í hjartnæmum pistli sem hún birtir á Instagram-síðu sinni.

Kristbjörg , einkaþjálfari og tveggja barna móðir, er gift landsliðsmanninum Aroni Einari Gunnarssyni. Hún er með rúmlega 32 þúsund fylgjendur á Instagram og hefur áður opnað sig um erfiðleika sem hún hefur glímt við síðastliðið ár.

Sjá einnig: Kristbjörg opnar sig um erfiðleika: „Mér líður eins og ég hafi ekki enn getað meðtekið þetta allt“

Besta vinkona Kristbjargar, Fanney Eiríksdóttir, lést aðeins 32 ára eftir erfiða baráttu við krabbamein. Fanney lét eftir sig eiginmann, Ragnar Snæ Njálsson, og tvö börn.

Erfiðasta árið hingað til

„2019 var frábært ár en það erfiðasta hingað til. Við ferðuðumst mikið sem fjölskylda,“ segir Kristbjörg og rifjar upp ferðalög ársins.

„Við eyddum miklum tíma á Íslandi sem var mjög dýrmætt, að fá að eyða tíma með fjölskyldu og vinum.“

Kristbjörg nefnir merka áfanga yfir árið, eins og nýju húðvörulínu hennar og Arons Einars, AK Pure Skin og flutning fjölskyldunnar til Katar.

En dimmar stundir skyggðu á árið.

„Ég missti ömmu mína og besta vinkona mín tapaði baráttu sinni við krabbamein. Í byrjun ársins fengum við svo góðar fréttir um æxlið en því miður dugðu þær fregnir skammt. Lyfjameðferð á eftir lyfjameðferð eftir geislameðferð eftir geislameðferð og hún var enn þá að hugsa um börnin sín og neitaði að gefast upp. Þetta fór ekki eins og við vonuðumst eftir og báðum fyrir. Ef ég að vera hreinskilin þá er ég enn í afneitun og vill ekki átta mig á að það sé satt að ég muni aldrei hitta hana aftur,“ segir Kristbjörg.

„Eins mikið og ég reyni að horfa yfir liðið ár með bros á vör, því margt ótrúlegt gerðist hjá okkur, þá get ég ekki að því gert að ég sé sorgmædd, reið, miður mín og bara týnd því það er ekkert sem getur gefið okkur Fanneyju aftur og það er eitthvað sem mér finnst ótrúlega erfitt að meðtaka.“

Kristbjörg segir áramótaheit sín snúast um að vera meira í núinu með fólkinu sínu og skapa fleiri minningar. „Þú veist aldrei hvað lífið kastar í þig og það er ekki eitthvað til að taka sem sjálfsögðum hlut.“

https://www.instagram.com/p/B6xdpRqlRG-/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Í gær

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar