fbpx
Miðvikudagur 08.apríl 2020
Fókus

Rikki G heyrði skrýtna lygi um sjálfan sig: „Þá var það bara búið að vera umtalað í fyrirtækinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 09:23

Útvarpsmaðurinn Rikki G.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn Rikki G er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions. Í þættinum svarar Rikki G erfiðum spurningum og segir frá skrýtnustu lyginni sem hann hefur heyrt um sjálfan sig.

„Það fór einhvern tíma sú saga í gang. Þá var ég reyndar að vinna í Rúmfatalagernum. Þá fór sú saga í gang að ég væri tvíkynhneigður,“ segir Rikki.

„Það er alls ekkert svoleiðis en ég er ekkert á móti fólki sem er það. Ég veit ekki hvernig [sagan] verður til. Af því allt í einu, ég held ég hafi verið í staffapartý, þá tók einhver lagergómur mig afsíðis og sagði: „Ég vissi ekki að þú væri tvíkynhneigður?“ Og ég var bara ha? Þá var það bara búið að vera umtalað í fyrirtækinu.“

Rikki G segir einnig frá því þegar hann var tekinn próflaus tvisvar sama daginn. Í lok þáttarins er hann beðinn um að raða samstarfsfólki sínu í Brennslunni, Kjartani Atla, Kristínu Rut og Júlíönu Söru, frá bestu útvarpsmanneskjunni til þeirrar verstu

„Ég verð að henda Júlíönu Söru undir rútuna því hún er búin að vera styst. Hún er nýjust og enn að slípast til . En hún hefur komið eins og stormsveipur og hún er ein skemmtilegasta týpa sem ég þekki. Hún er með minnstu reynsluna og ég veit að hún tekur þessu. Andskotinn, sorry,“ segir Rikki.

„Kristín og ég erum búin að vera að vinna saman bara forever, síðan 2005 eða eitthvað. Kristín getur hoppað í allt, ég verð að setja Kristínu á toppinn. Hún er kameljón þegar kemur að útvarpi.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum

Logi finnur björtu hliðarnar og greinir frá fimm COVID-nýyrðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum

Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð
Fókus
Fyrir 6 dögum

Patrekur Jaime útskýrir hvað „tea“ þýðir: „Þá veistu að það sé gott“

Patrekur Jaime útskýrir hvað „tea“ þýðir: „Þá veistu að það sé gott“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar

Ester lést af slysförum aðeins 38 ára gömul – Söfnun hafin til styrktar syni hennar