Laugardagur 25.janúar 2020
Fókus

Örlagaríkt djamm Sólveigar: „Ég ætla að reyna að vera aðeins minna skræk“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 19:00

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greinir frá atviki sem hún varð fyrir í miðbænum um helgina á Facebook-síðu sinni. Hún segir að ókunnug kona hafi tekið hana tali og gagnrýnt rödd hennar. Það kemur þó ef til vill á óvart að Sólveig segist ekki taka illa í þetta og ætli að reyna að bæta sig hvað þetta varðar.

„Þið hafið ekkert verið að biðja en ég ætla samt að flytja smá fréttir úr lífi mínu síðustu daga, af einskærri góðkvennsku! Á föstudagskvöldið fór ég aðeins út á lífið með Heiðu vinkonu minni. Við skemmtum okkur vel og ákváðum að dansa smá á dans-stað áður en við færum heim að sofa. Í dansinum kom tvisvar til mín kona, mjög glöð og í dansskapi, til að segja mér að hún væri mjög hrifin af því sem að ég segði en hataði í mér röddina, hataði!,“ lýsir Sólveig.

Sólveig segir að konunni hafi þó ekki verið illa við málflutning hennar. „Það hvernig hún tjáði sig þegar hún lýsti hatri sínu á röddinni minni var svoleiðis að ég trúi henni mjög vel. Hún hatar í mér röddina sem á það vissulega til að verða skræk ef ég er sérlega æst að tala um arðránið og almennan níðingsskap,“ lýsir Sólveig.

Hún segist að lokum lofa bót og betrun hvað þetta varðar. „Mér finnst töff hjá konunni að vilja segja mér þetta; vinur er sá er til vamms segir og við, ég og konan, dæmum ekki það sem að sagt er af því hversu ógeðslega skræk röddin er sem að segir það, þó að það sé kannski erfitt að einbeita sér að því að hlusta þegar skræk-ið kikkar inn. Ég og hún erum sammála um það og ég ætla að reyna að vera aðeins minna skræk. Kannski.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“

Páll Valur segir lögreglukonuna vonlausa: „Hugsanlega mesti auli sem sést hefur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yfirheyrslan – Tyrfingur Tyrfingsson – Óttast mest sjálfsvorkunn

Yfirheyrslan – Tyrfingur Tyrfingsson – Óttast mest sjálfsvorkunn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára

Nærmynd: Hildur Guðnadóttir – Hætti að vera puntudúkka sjö ára
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lögin í Söngvakeppninni 2020

Lögin í Söngvakeppninni 2020