fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – „Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið“

Fókus
Laugardaginn 26. september 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 25.09. – 01.10.

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Þú ert komin/n með stríðsmálningu eftir allt sem hefur komið upp á. Þú kemur sjálfri/um þér á óvart með hvernig þú tæklar ákveðin mál sem upp koma í vikunni með stórfenglegri ró. Það er ekkert sem getur stöðvað þig núna, tekur eitt mál í einu og heldur haus, alveg saman hvað bjátar á

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Þú býrð til blævæng úr peningaseðlum og þeytir þeim út í loftið eins og er ekkert sé. Óvænt tækifæri mun fylla vasa þína. Farðu varlega og ekki eyða öllu í einu. Kannski tími til þess að fjárfesta

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Smá flækjustig í samningamálum sem þú þarft að kljást við þessa vikuna. Þú ert létt/ur og glöð/ glaður að eðlisfari og nennir ekki að díla við þessi mál. En illu er best aflokið. Mögulega sniðugt að fá sérfræðing í málið.

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Mögulegt spennufall í gangi og þú í svo mikilli afneitun á stressi að þú hristir hausinn við að lesa þetta. En innst inni finnur þú að þráðurinn er styttri og líðan ekki alveg upp á tíu. Taktu vikunni með ró, láttu renna í bað og drekktu te.

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Sjálfsvinnan heldur áfram hjá Ljóninu. Við vitum að þetta hefur verið tilfinningaþrungið ár en eitthvað er þó enn óuppgert. Þú veist það manna best að þú losnar ekki fyrr en þú gerir þetta mál upp jafnvel þótt að það þýði að þú þurfir að ræða við einhvern um óþægileg

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Þú fórst ekki beint eftir ráðum kosmósins um að breyta um stefnu. Þessa vikuna tekur þú praktískar og þægilegar ákvarðanir enda er heimurinn einn og sér nógu óstöðugur. Það sakar þó ekki því að það kemur önnur vika eftir þessa og þá mega ævintýrin byrja

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Þú er að flytja, eða það er allavega í kollinum á þér. Þá er góður tími til þess að taka til í skápum og skipuleggja sig. Þannig kemstu skrefinu lengra í að flytja inn í draumaeignina sem er klárlega í kortunum. Ekki eyða of miklum tíma á fasteingavefjum, eignin kemur þegar hún kemur.

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Ýmsar breyttar aðstæður torvelda vinnumál og samskiptin sem þegar mátti bæta. En ekki óttast. Vikan tekur svo skemmtilega u-beygju þar sem þú lendir í óvæntum og skemmtilegum aðstæðum með vinum.

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Þú getur ekki þóknast öllum á sama tíma og það er allt í lagi. Smá ágreiningsmál koma upp í vinnunni. Stattu á þínu og allt mun enda farsællega. Sumir sjá metnaðinn í Bogmanninum sem ógnun og láta á það reyna.

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Einhver kvíði grasserar og reynir að komast upp á yfirborðið en þú þekkir þessa tilfinningu og tekst á við hana áður en hún tekur yfir. Stappaðu í þig stálinu, horfðu í spegilinn og brostu! Ég er frábær! Ég er klár! Ég er fyndin/n! Ég er stórkostleg/ur! (Og endurtaka svo).

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Sjálfsást er „mottó“ vikunnar. Það er langþráð verk að huga betur að sál og líkama. Þú ert komin/n langleiðina í huga þér en mögulega ekki farin að taka raunveruleg skref í þá átt. Taktu lítil skref og ekki hafa of miklar væntingar í einu

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Hvaða litlu hlutir gleðja þig? Pældu í því og láttu svo verða úr því. Hvort sem það er jógatími, dekur, kvöldverður eða blómaleiðangur. Gefðu þínum nánustu smá frí þessa vikuna og hjálpaðu sjálfri/ um þér, það mun líka efla sjálfstraustið þitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“