fbpx
Sunnudagur 03.júlí 2022
Fókus

RIFF mun „færa gestum hágæða kvikmyndir heim í stofu“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík International Film Festival (RIFF) ætlar sér að vera með fjölbreytta dagskrá á hátíðinni sem fer fram á milli 24. september og 4. október. Á þessu ári mun hátíðin að miklu leyti fara fram á netinu vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá RIFF.

„Það er með sannri ánægju sem við tökumst á við þessa áskorun og færum RIFF í glæsilegan nýjan búning með því að færa gestum hágæða kvikmyndir heim í stofu. Með þessu móti munu enn fleiri kvikmyndaunnendur um land allt geta notið vandaðra kvikmynda. Auk þess sem hægt verður að nálgast á vefnum margt fleira fróðlegt t.a.m. spurt og svarað með leikstjórum, umræður og fleira slíkt,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi hátíðarinnar.

Þá verða ýmsir viðburðir á dagskrá sem munu samræmast þeim reglum sem í gildi verða í samfélaginu, en tilkynnt verður um þá þegar að líður að hátíðinni.

Í fréttabréfinu segir:

„Dagskrá hátíðarinnar verður að vanda vegleg, fjölbreytt og í takt við umræðuna í samfélaginu. Hinn þekkti dagskrárstjóri Frédéric Boyer fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár. Hann hóf feril sinn á vídeóleigu í París og er í dag listrænn stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar í New York og Les Arcs European Film Festival sem eru meðal þekktustu kvikmyndahátíða heims. Hann hefur einnig verið aðal dagskrárstjóri Director´s Fortnight hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Áhersla hefur verið lögð á að sýna vandaðar, evrópskar kvikmyndir á hátíðinni og verður því fylgt sérstaklega eftir í ár í tilefni þess að í desember verða EFA Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Hörpu. Ætlunin er að byggja brú yfir til EFA með því að sýna myndir fram í desember þegar verðlaunin verða veitt og stendur RIFF því yfir í um þrjá mánuði í ár.“

Þá segir Hrönn einnig

„Það er mikill heiður að því að verðlaunin verði veitt hérlendis og gefur þeim sem starfa hér í kvikmyndageiranum og okkur hjá RIFF byr undir báða vængi. Af þessu tilefni munum við gera evrópskri kvikmyndagerð enn hærra undir höfði með því að skipuleggja sérstakar þemavikur fram eftir hausti undir merkjum RIFF. Þetta er spennandi tækifæri til að leyfa hátíðinni að lifa lengur inn í haustið og geta sýnt enn fleiri kvikmyndir,“

Þá kemur fram að dagskráin verði gerð opinber smám saman og í heild þegar líða tekur á september. Aðgöngumiði á hátíðina mun veita aðgang að fjölda kvikmynda sem hægt verður að nálgast á notendavænu formi. Um er að ræða sama vefviðmót og notað er á fjölda þekktra kvikmyndahátíða m.a. Copenhagen Pix, Locarno Film Festival í Sviss og Sundance kvikmyndahátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West

Jenna Bush gagnrýnir „yfirdrifna“ afmælisveislu North West
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir frásögn Oliviu O‘Brien um meint ástarsamband þeirra lygi

Segir frásögn Oliviu O‘Brien um meint ástarsamband þeirra lygi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur

Svala Björgvins og Gréta Karen birta nýja mynd – Í latex lífstykkjum og haldast í hendur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karl Bretaprins komst í tilfinningalegt uppnám við að sjá barnabarn sitt í fyrsta sinn

Karl Bretaprins komst í tilfinningalegt uppnám við að sjá barnabarn sitt í fyrsta sinn