fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Króli er Tóti tannálfur

Fókus
Miðvikudaginn 24. júní 2020 13:22

Króli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, leikur Tóta tannálf í söngleiknum um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.

„Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að koma norður. Ég ólst upp við leikritið á spólu þannig að þetta verður mjög áhugavert og spennandi,“ segir Króli sem sló í gegn ásamt JóaPé árið 2017 með laginu B.O.B.A en platan þeirra, Afsakið hlé, var mest selda plata ársins 2018 á Íslandi. Króli fékk leiklistarbakteríuna sem krakki, lék í myndinni Bjarnfreðarson og í tveimur leikritum í Þjóðleikhúsinu og svo nýlega í kvikmyndinni Agnes Joy og tók þátt í söngleiknum We Will Rock You.

Með hlutverk Benedikts búálfs og Dídí mannabarns fara þau Árni Beinteinn Árnason og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Með önnur hlutverk fara Birna Pétursdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Björgvin Franz Gíslason og Hjalti Rúnar Jónsson.

Söngleikurinn verður settur upp í Samkomuhúsinu í febrúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar