fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Eliza Reid: Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki.

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 29. maí 2020 07:00

Eliza Reid er ekki bara forsetafrú heldur líka frumkvöðull, blaðamaður og rithöfundur, móðir og innflytjandi. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eliza Reid er í forsíðuviðtali í nýju helgarblaði DV. 

Eliza er eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, en hún er líka svo margt annað, og var þegar orðin svo margt annað áður en Guðni var kjörinn forseti fyrir fjórum árum.

„Ég er stolt af því að vera konan hans eins og hann er stoltur af því að vera maðurinn minn. Það getur þó verið skrýtið að vera stundum helst þekkt fyrir að vera eiginkona einhvers. En eins og flestir Íslendingar er ég með marga hatta. Ég er líka frumkvöðull, blaðamaður og rithöfundur, móðir og innflytjandi. Ég er Eliza.”

Mikla athygli vakti grein eftir Elizu sem birtist í The New York Times í fyrra þar sem hún fjallaði um hlutverk sitt sem forsetafrú og skrifaði meðal annars: „Ég er ekki handtaska mannsins míns, sem má grípa í þegar hann hleypur út um dyrnar og stilla á upp hljóðlega við hlið hans við opinbera viðburði.“ Aðdragandi greinarskrifanna var meðal annars óvænt upplifun hennar á einstaka viðburðum sem hún hefur sótt með Guðna.

„Þegar ég hitti fólk í fyrsta skipti finn ég strax hvort það sér mig sem manneskju eða hvort það sér mig sem eiginkonu mannsins míns. Það hefur komið upp að Guðna hefur verið boðið á viðburð og fólk spyr hann undrandi af hverju konan hans sé ekki með. Eins og ég skrifaði þá er ég ekki handtaska sem hann dregur með sér. Ef mér er ekki boðið þá mæti ég auðvitað ekki. Ég er ekki til skrauts.“

Þetta er brot úr viðtalinu sem lesa má í heild sinni í DV. Blaðið er stútfullt af áhugaverðu og spennandi efni. 

Íslensku draugahúsin

Trúin á yfirnáttúruleg fyrirbæri á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál. Það eru kannski ekki allir sem trúa á drauga í bókstaflegum skilningi en það kemur ekki í veg fyrir að óhugnanlegur sögur af íslenskum vofum hafi borist á milli kynslóða. Má þar nefna húsvörðinn sem sagður er ganga aftur í húsnæði gamla Kennaraháskólans og flöskudrauginn á Ströndum sem sagður er ráfa um með fullan strigapoka af brennivínsflöskum. DV tók saman nokkur af þekktustu „draugahúsum“ Íslands.

Sjá ekki tækifæri í raunum Icelandair

Nú þegar tvísýnt er um örlög Icelandair vegna áhrifa kórónuveirunnar hafa flugfélögin Play og Bláfugl verið nefnd til sögunnar um að halda uppi flugi til og frá landinu. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Atlanta, segir að viðskiptamódel þeirra henti ekki aðstæðum hér á landi og því hugsi hann sér ekki gott til glóðarinnar vegna vandræða Icelandair. „Það hefur áður komið til tals hjá okkur að nýta Ísland sem stopp á milli Evrópu og Bandaríkjanna, en það hefur aldrei neitt orðið úr því.“ Nánar er rætt við Baldvin um stöðuna í flugsamgöngum.

Stórliðabragur á landsliðstreyjunni

Mynd af nýju landsliðstreyju íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lak á netið fyrr í vikunni en ekki var ráðgert að kynna treyjuna fyrr en í júní. Heitar umræður um fegurðarmat á treyjunni fór strax á flug. DV fékk álitsgjafa til að taka út nýju treyjurnar.

Sannleikurinn um starf flugfreyja

Íslenskar flugfreyjur þurfa að takast á við grófa kynferðislega áreitni, ofþreytu og virðingarleysi gagnvart starfinu. Þær segja glansímyndina ekki nálæga raunveruleikanum. Þetta kemur fram í rannsókn Andreu Eyland sem árið 2017 útskrifaðist úr menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Ítarlega er fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar í helgarblaðinu.

 

Fastir liðir eru á sínum stað, svo sem Tímavélin, krossgátan, stjörnuspáin, fjölskylduhornið þar sem Kristín Tómasdóttir svarar lesendum og Una í eldhúsinu deilir spennandi uppskriftum.

Þetta og margt fleira í nýútkomnu DV. Fáðu áskrift hér: dv.is/skraning 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“