fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. maí 2020 19:32

Arndís Hrönn Egilsdóttir í hlutverki sínu sem kúabóndinn og kvenskörungurinn Inga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú ætlar bara að sjá eina mynd um verðlag á mjólk á Íslandi, horfðu þá á þessa,“ segir breski gagnrýndaninn Deborah Ross og á þar við kvikmynd Gríms Hákonarsonar Héraðið. Grein hennar  birtist á dögunum á vef The Spectator sem er eitt elsta vikurit Bretlands.

Deborah fer fögrum orðum um verkið og lofsyngur frammistöðu aðalleikkonunar Arndísar Hrannar Egilsdóttur í hlutverki Ingu, miðaldra kúabónda í Erpfirði sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum en gengur erfiðlega að fá aðra  bændur í lið með sér þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.

Deborah byrjar á því að velta fram spurningunni hvort að samkomubannið sé farið að hafa fullmikil áhrif þegar íslensk kvikmynd um verðstríð á mjólk verði fyrir valinu. Eftir áhorfið hafi henni verið einstaklega annt um verðlagið á mjólk á Íslandi.

Hún segir söguna minna á Davíð og Golíat:  lítilmagnarinn sem rís upp og  sem vinnur bug á sterkari óvini. Áhorfendur vita alltaf nákvæmlega hvað liggur undir  og með hverjum þeir eigi að halda. Það sem standi upp úr sé hrífandi náttúrufegurð Íslands og prjónafatnaðurinn, sem hljóti að valda ægilega miklum kláða en sé hugsanlega hægt að venjast.

Þá hrósar hún frammistöðu Arndísar Hrannar Egilsdóttur í hástert: segir hana „stórkostlega“ í hlutverki miðaldra konu sem rís upp í karlaveldi og um margt minna á Hollywood stjörnuna Frances McDormand.

Deborah minnist á það að lokum að í enda myndarinnar hafi hún lifað sig svo inn í átökin sem áttu sér stað í sögunni að  að hún var komin fram á stólbrúnina af spennu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla