fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Svanhvít var heilt ár í sóttkví

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 07:00

Svanhvít Tryggvadóttir og Georg Hólm. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi og eiginmaður hennar Georg Holm kenndur við Sigur Rós,  hafa marga fjöruna sopið líkt og DV greindi frá í nýlegur helgarviðtali. Dóttir þeirra greindist með krabbamein aðeins fjögurra mánaða gömul svo Svanhvít var heima með hana í sóttkví í heilt ár sökum þess að svo ungt barn hefur ekki ónæmiskerfi til að takast á við utanaðkomandi sýkla. Á tímum sem þessu setur saga hjónanna lífið svo sannarlega í samhengi.

Svanhvít var í helgarviðtali við DV 

„Við bjuggum um tíma í Girona á Spáni sem er stórkostlegur staður. Við vorum að keyra um Spán og enduðum einhvern veginn alltaf þarna. Þetta var æðislegt. Við vorum þarna í tvö og hálft ár og bjuggum um tíma í kringlóttu húsi sem var gömul vatnsmylla.“ Ævintýrið tók þó snarpan enda fjórum mánuðum eftir að dóttir þeirra Elena kom í heiminn.
„Elena verður lasin fljótlega eftir að hún fæðist. Fær vanvirkan skjaldkirtil og gulu. Það er fylgst vel með henni þarna úti en hún fær kýli á gagnaugað sem fer ekki. Ég fékk á tilfinninguna að það væri eitthvað meira að þrátt fyrir að okkur væri ítrekað sagt að hún hlyti að hafa rekið sig í og að þetta ætti bara að jafna sig. Við tókum strax þá ákvörðun að flytja heim og vera nær fjölskyldunni okkar. Hún er bara fjögurra mánaða og þetta kýli fer ekki. Hérna heima er okkur sagt af þremur íslenskum læknum að þetta séu bara hausamótin að jafna sig, þetta sé bara fituhnúður og að við þurfum ekki að hafa áhyggjur. En við gátum ekki hætt að hafa áhyggjur. Þetta er barnið okkar.“

Eftir ítrekaðar læknisheimsóknir er Elena sett í segulómskanna og í ljós kemur að hnúðurinn er æxli. „Hún var með æxli úti um allan líkamann. Í rifbeinunum, mjöðmunum, úti um allt höfuðið. Þarna er hún rúmlega fimm mánaða. Krabbameinið sem hún greindist með heitir histiocytosis og við tók krabbameinsmeðferð. Hálft ár í lyfjameðferð og svo stanslaus tékk. Ég er í raun í sóttkví með hana heima í heilt ár því svona lítið barn er ekki komið með ónæmiskerfi. Spritt í forstofunni og Georg fór bara út í búð og ég hékk úti í glugga. Þetta var mjög erfitt fyrir Sölku, sem var þá sex ára. Hún fór í skólann en gat ekki fengið neina vini í heimsókn. Það voru örfáir sem fengu að koma inn á heimilið. Georg var mikið í burtu vegna vinnu og Adda vinkona mín hélt mér gangandi. Hún mætti, þvoði sér og sprittaði og kom og skemmti mér. Við gátum fíflast saman. Það var nauðsynlegt.“

Aðspurð um andlega líðan á þessum erfiða tíma segist hún ekki hafa leyft sér að hugsa um veikindin og hvað gæti gerst. „Þetta var bara normið. Ég sé það núna þegar ég horfi til baka hvað þetta var erfitt. En sem betur fer er gerð þessa sjúkdóms þannig að þetta krabbamein kemur ekki aftur. Þetta er mjög sjaldgæft.“

 

Svanhvít og dóttir hennar Elena við heimalærdóm. Svanhvít segir samkomubannið hafa kennt þeim margt og meðal annars undirbúið fjölskylduna fyrir skútuævintýrið mikla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar