fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Oliver tókst að gera sturtuna eins og nýja fyrir fimm þúsund krónur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 26. apríl 2020 22:00

Oliver Steinar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Steinar var orðinn þreyttur á sturtuklefanum heima hjá sér. Fyrir litlar fimm þúsund krónur tókst honum að gera sturtuna eins og nýja.

„Planið hjá mér var að fá mér nýja sturtu, jafnvel kannski taka klefann í burtu og fá mér bara gler í staðinn. Svo einn daginn er ég að vafra á netinu og sé sturtuklefa svipaðan mínum nema með svörtum ramma. Þannig að ég fékk hugmynd, af hverju ekki að gera minn svoleiðis?” segir Oliver Steinar og kynnti sér hvaða efni hann þyrfti í verkefnið og lét til skarar skríða.

Sturtuklefinn fyrir og eftir.

„Það sem ég byrjaði á að nota var Hammerite metal-málning. Ég málaði rammann fyrst með því. Það kom rosalega vel út en mig langaði í matt útlit. Þannig að ég keypti mér svart matt sprey sem er fyrir málm og spreyjaði yfir málninguna. Ég spreyjaði líka sturtuhausinn og slönguna.”

Oliver segir útkomuna hafa komið sér á óvart. „Ég varð eiginlega bara ástfanginn af útkomunni. Liturinn hefur haldist mjög vel á, ekkert flagnað af og enginn leki. Þetta kostaði mig í kringum 5.000 krónur. Þetta er bara eins og ný sturta.”

Greinin er hluti af stærri umfjöllun í nýjasta tölublaði DV um sniðugar lausnir fyrir heimilið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“