fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Stella Sif fékk áfall þegar hún sá röntgenmynd Heru – Hvað telur þú marga hvolpa?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 12:00

Hundurinn Hera.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stellu Sif Gísladóttur brá heldur í brún þegar hún fór með Heru, hundinn sinn, í röntgen. Tíkin er af tegundinni Briard og er þetta fyrsta got sem kemur undan henni.

Eins og sjá má á myndinni hér að neðan á Hera von á þó nokkrum hvolpum. Hvað telur þú marga hvolpa?

Stella Sif deildi þessari mynd í Facebook-hópinn Hundasamfélagið. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli og hafa yfir 230 manns líkað við hana og um 90 manns skrifað við hana.

Stella Sif segir dýralækninn hafa talið ellefu hvolpa, en netverjar inn í Facebook-hópnum Hundasamfélagið telja allt upp í fjórtán hvolpa.

„Hera er rosalega þreytt skiljanlega, enda alveg að koma að þessu,“ segir Stella Sif í samtali við DV. Hún deildi með okkur betri röntgen-mynd sem má sjá hér að neðan.

Hvað telur þú marga hvolpa?

„Við erum tvö sem eigum hunda saman, ég og Ásta Gísladóttir. Rakkarnir búa hjá henni. Pabbi Heru býr þar ásamt pabba hvolpanna. Við tókum þá ákvörðun að para einu sinni í þeirri von að það yrðu ekki margir hvolpar,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mikið sjokk að sjá svona marga hvolpa á sónarmyndinni.

„Ég held við þurfum áfallahjálp eftir að sjá myndina. Við vorum að vonast eftir 6-8 hvolpum en þetta er of mikið,“ segir Stella og rifjar upp augnablikið þegar hún sá myndina.

„Við eiginlega hlógum bara og langaði að gráta á sama tíma. Það er algengt að Briard hundar eignist sex til tíu hvolpa, ég held að níu hvolpar sé mjög algeng tala en sumar línur eru frjórri en aðrar. Mesta sem ég hef heyrt í þessari tegund voru sextán hvolpar en veit bara um eitt got sem varð svo stórt. Þetta er rosaleg vinna það þarf að gefa hvolpunum ábót því tíkin er bara með tíu spena sem þýðir að það þarf einhver að vera heima yfir þeim fyrstu tvær vikurnar til að sjá til þess að allir drekki nóg.“

Pabbi hvolpanna, Þröskuldur Þorri, er eini Briard hundurinn á Íslandi sem hefur unnið Best In Show á alþjóðlegri sýningu hérlendis.

Hera er á degi 58 á meðgöngunni, en tíkur eiga venjulega á degi 59 til 64. Það er því von á litlu krílunum á næstu dögum. Það verður spennandi að sjá hvað koma margir hvolpar. Eitt er þó á hreinu, það verður fjör á heimili Stellu Sifjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð