fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fókus

Ágústa miður sín yfir viðbjóðslegum rasisma í Ikea: „Vá hvað þetta var ljót stelpa“

Fókus
Mánudaginn 17. febrúar 2020 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Björk Jósefsdóttir segist miður sín eftir atvik sem hún og vinkona hennar, Hafrún Ólöf, urðu fyrir í Ikea. Ágústa segist hafa heyrt íslenskar mæðgur tala um dóttur Hafrúnar og sagt að hana „ljóta stelpu“ því hún er svört. Stúlkan heitir Aría Christy og er nýorðin 7 mánaða.

Ágústa greinir frá þessu í pistli sem hún birtir innan Mæðratips en hún hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að endurbirta söguna: „Sorry en ég verð bara að koma þessu frá mér, ég var í Ikea með vinkonu minni og dóttir hennar. Þær bíða frammi meðan ég stekk á klósettið. Meðan ég er þarna að pissa þá kemur kona með barn með sér og barnið segir „vá hvað þetta var ljót stelpa” og konan sem er líklegast mamma hennar segir í alvörunni „Já ég veit elskan, það er af því hún er svört”.“

Ágústu blöskrar þetta eðlilega. „Ég vissi auðvitað að hún væri að tala um barn vinkonu minnar því það var eina barnið fyrir utan. En það skiptir ekki máli heldur hvernig dettur konunni í hug að segja þetta við barnið sitt? Kenna henni rasisma og viðbjóð. Ég var í svo miklu sjokki að ég kom ekki upp orði,“ lýsir Ágústa.

Hún skilur ekki hvernig fólk geti hagað sér svona á Íslandi í dag: „Er enn þá í sjokki og trúi ekki að árið 2020 sé fólk að kenna börnunum sínum að fólk sem er ekki „hvítt” sé eitthvað minna virði en „hvíta fólkið”, að þau séu ljót og þess háttar. Hvenær stoppar þetta? Læt fylgja mynd af „ljótu svörtu stelpunni” svo konan hugsi sinn gang því þetta krútt er allt annað en „ljót”.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“

Vikan á Instagram: „Í sumar ætla ég einungis að drekka kokteila með skvísunum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“

„Mér finnst eins og við séum allt í einu hætt að vera par og frekar bara bestu vinir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“

Gagnrýnandi The Spectator lofsyngur frammistöðu Arndísar: „Hin íslenska Frances McDormand“
Fókus
Fyrir 1 viku

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar

Vísindamenn vilja útrýma handabandinu og þetta eru ástæðurnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn