fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Svört fortíð lagahöfundar í Söngvakeppninni – Vildi að Actavis framleiddi „sæðispillur“

Fókus
Föstudaginn 24. janúar 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Þórhallur Emil Halldórsson er annar höfunda lagsins Ekkó, sem er á meðal þeirra tíu sem keppa um það að verða framlag Íslands í Eurovision í sumar. Þórhallur samdi lagið ásamt Sönnu Martinez og skrifði textann ásamt Einari Bárðarsyni, en lagið er flutt af söngkonunni Nínu Dagbjörtu Helgadóttur.

Nína Dagbjört flytur lagið Ekkó.

Þórhallur segir í samtali við DV að hann hafi mikla trú á sínu samstarfsfólki og laginu. „Maður vonar náttúrlega það besta, en það eru margir þarna með gott lag. Maður verður bara að njóta þessa ferlis, en ég er vongóður.“

Að sögn höfundarins er það undir hlustanda komið að meta hvaða boðskapur fylgir laginu, eða túlka það. „Ég myndi segja að lagið fjalli um erfiðar aðstæður og vonina um að allt verði í lagi á endanum.“

Liggur í dvala

Þórhallur er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum, lagasmíðum eða því að því að takast á við erfiðar aðstæður, en hann vakti mikla athygli þegar hann gekk undir sviðslistanafninu Sir Mills. Það var árið 2012 þegar útgáfa lagsins Stúlka í nauð olli talsverðu fjaðrafoki. Þótti þessi ímynd Sir Mills og ekki síður textinn í laginu bera merki um kvenfyrirlitningu.

Aðspurður um lagið umdeilda og sviðslistanafnið segir Þórhallur að Sir Mills sé í hvíld og verði það að öllum líkindum framvegis. „Við skulum orða þetta þannig að Sir Mills hafi verið svolítil bernskubrek,“ segir Þórhallur.

Í texta lagsins Stúlka í nauð segir meðal annars:

Á Laugaveginum ég sá hana
Ég staldra við og spurði:

„Litla snót sem ert svo sæt og smá,
því ertu svona blá?“

Já, herra minn ég er í fráhvörfum
Ég vansæl velkist um,

með kæki og kippi.
Æ, góði viltu á mér aumur sjá,
ég þarf mín lyf að fá
Plís gemmér typpi.

Hún var veik, þessi snót
Hún var sjúk sóðabrók
Hún var snartyppaóð

„Eins og hver annar fíknisjúkdómur“

Vefurinn Hún.is ræddi einnig við Þórall í kringum útgáfu lagsins og spurði hvort boðskapurinn þætti ekki slæmur fyrir ungar stelpur. Því svaraði hann: „Þetta er veiki sem þær geta ekkert að gert og við skulum bara virða það og elska þær eins og þær eru.“

Á þessum tíma lagði hann áherslu á að lagið snerist um þreytu hans á „þessari kvenfyrirlitningu“, og svo bætti hann við:

„Fyrir konum skal bera virðingu og það þarf að opna augu fólksins fyrir því að þetta er bara krónískur sjúkdómur … Þær eru sjúkar í typpi. Þetta er bara eins og hver annar fíknisjúkdómur. Ég hef séð unaðsvipinn á hverri einustu snót þegar ég er að setja hann inn og svo hef ég séð heróínsjúkling sprauta sig í hálsinn … Þetta er augljós fíknisjúkdómur sem einungis er hægt að halda í skefjum með réttri lyfjagjöf …

Svo er vísindalega sannað að það eru hormón í sæðinu sem gera konur hamingjusamar, sem skýrir að hluta til þessa fíkn og af hverju lesbíur og femínstar eru svona bitrar tegundir. Þess vegna skora ég á Actavis að hefja framleiðslu á sæðispillum fyrir lesbíur og öfgafemínsta því þær eiga sama rétt og aðrir að upplifa hamingju.“

Þurfti að víkja frá

Við útgáfu lagsins fór Þórhallur einnig í viðtal hjá Harmageddon-bræðrum, Frosta Logasyni og Mána Péturssyni. Skömmu eftir viðtalið barst þeim kvörtun frá Hildi Lilliendahl Viggósdóttur, sem taldi Þórhall fá að viðra óviðeigandi hugmyndir sínar við glaðlegar og fullkomlega gagnrýnislausar undirtektir þáttarstjórnenda. Frosta var þá gert að víkja tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum útvarpsstöðvarinnar.

Í yfirlýsingu frá Harmageddon tóku þeir fram að siðareglum útvarpsstöðvarinnar sé ætlað að ýta undir heilindi, drengskap og femínísk viðhorf dagskrárgerðarmanna stöðvarinnar. Segir enn fremur að starfsmaður skuli halda í heiðri sterk femínísk viðhorf stöðvarinnar og kann hvers kyns kvenfyrirlitning að varða sektum, sem ákvarðaðar eru af framkvæmdastjórn stöðvarinnar hverju sinni, eða brottrekstri.

Annars vegar segist Þórhallur vera gjörbreyttur maður í dag þótt hann finni ekki til iðrunar vegna þeirrar tónlistarímyndar sem honum tilheyrði.

„Ég var öðruvísi listamaður þá,“ segir hann. „Sir Mills var náttúrlega mikið barn síns tíma, en mér þykir auðvitað voðalega vænt um hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“