fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Upprisa hverfamenningar

Íris Hauksdóttir
Sunnudaginn 19. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn sækja það í auknum mæli að geta fengið alla grunnþjónustu í sínu heimahverfi. Hvort umhverfissjónarmið ráða þar för eða fortíðarþrá er óvíst um að segja, en ljóst er að hverfi höfuðborgarsvæðisins iða nú af lífi líkt og þau gerðu á síðari helmingi síðustu aldar. DV heimsótti tvö kaffihús í útjaðri höfuðborgarsvæðisins sem eiga tvennt sameiginlegt; að vera starfrækt í kjörnum sem blómstruðu í anda mikils hnignunartímabils í íslenskri hverfamenningu og þar sem eigendur hafa það markmið að blása lífi í gömlu góðu hverfastemninguna.

Lítið vit í að fara á kaffihús nema manni líði vel þar

Mynd: Eyþór Árnason

Gamla kaffihúsið opnaði í ágúst árið 2015 þegar hjónin Unnur Arna og Karl Víkingur ákváðu að opna kaffihús í gamla hverfinu þar sem þau ólust upp. Kveikjuna segja þau einfaldlega hafa verið viljann að prófa eitthvað nýtt.

Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason

Þrátt fyrir að reksturinn gangi vel viðurkenna hjónin að hann hafi farið hægt af stað. „Já, það tekur tíma að byggja upp gott orðspor en með tímanum hefur það gengið sem er ánægjulegt að fylgjast með. Auðvitað er mikill munur á árstíðum þegar kemur að þessum iðnaði enda hefur veðrið mikið um það að segja hvort fólk sé í stuði að sitja úti og njóta kaffibollans. Það eru ekki allir sem treysta sér út í svona vonskuveður eins og við höfum fengið undanfarið svo eðlilega eru janúar og febrúar rólegir mánuðir. Fólk er svona að hrista af sér jólin.“

Mynd: Eyþór Árnason

Breiðholtið fullt af hjartahlýju fólki
Spurð um markhóp ítreka hjónin að auðvitað séu allir velkomnir á kaffihúsið.

„Við einsetjum okkur að bjóða eins lágt vöruverð og við getum til að tryggja að hingað geti fólk leitað hvenær sem er. Við erum svo heppin að eiga dyggan hóp fastakúnna sem kíkja við vikulega, sumir jafnvel daglega. Fjölmargir hópar koma hingað í hverri viku og eiga notalega stund en svo eru líka gestir sem mæta alltaf á sama tíma og eru nánast orðnir hluti af fjölskyldunni því við erum farin að þekkja marga af okkar viðskiptavinum mæta vel. Það sem einkennir okkar þjónustu er góður matur á sanngjörnu verði en eins leggjum við mikið upp úr hlýlegri og persónulegri þjónustu. Vinsælast á okkar matseðli er steikarlokan og nautasteikin en hvort tveggja fæst á undir þrjú þúsund krónum. Það gerist varla ódýrara. Við bjóðum fólki að kippa með sér bókum úr hillunum til að gera upplifunina sem notalegasta. Að okkar mati skiptir öllu máli að kaffihús þjóði upp á gott kaffi, góðan mat og ríka þjónustulund. Það er lítið vit í því að fara á kaffihús ef manni líður ekki vel þar.

Mynd: Eyþór Árnason

Okkur þykir virkilega vænt um að upplifa endurkomu hverfiskaffihúsanna og sjá hvernig hverfin eru að þróast. Hér hittist fólk af öllum vegum lífsins og leiðir saman hesta sína yfir einum kaffibolla. Það er einmitt kosturinn við lítil kaffihús, þetta persónulega sem þau hafa upp á að bjóða. Gamla kaffihúsið er alfarið rekið af okkur í fjölskyldunni með dyggri aðstoð góðra vina. Þetta er mjög þægilegt og virkar vel þar sem við vinnum öll einstaklega vel saman og þekkjum þar að leiðandi okkar viðskiptavini vel, flesta með nafni. Breiðholtið er fullt af hjartahlýju og einstöku fólki. Við hjónin höfum lengi verið í veitingabransanum og okkur hefur hvergi liðið jafn vel og hér. Hér hjálpast allir að, taka virkan þátt í hverfinu og vilja öllum vel.“

 

Veitingarekstur er að færast nær fólkinu

Mynd: Eyþór Árnason

Tæpt ár er nú síðan kaffihúsið Brauðkaup var opnað, eða í febrúar á síðasta ári. Rúmu ári áður höfðu eigendur staðarins eignast húsnæðið að Borgarholtsbraut 19 með þann draum að hefja veitingarekstur þarna í tíð og tíma. Hugmyndin að Brauðkaup fæddist svo í desember 2018 en fyrst um sinn bara í litlu rými með súrdeigsbrauð, bakkelsi og kaffi.

Mynd: Eyþór Árnason

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, einn af sex hluthöfum staðarins, segir reksturinn hafa undið hægt og rólega upp á sig. „Í dag erum við með alla neðri hæðina í gangi fyrir alls kyns úrval af mat og góðgæti en við hófum sömuleiðis sölu á ís og hamborgurum í nóvember á síðasta ári. Bæði Kópavogsbúar og aðrir velunnarar hafa tekið einstaklega vel á móti okkur en auðvitað er munur á milli árstíða. Við höfum þó ekki verið það lengi í rekstri til að festa rækilega fingur á það en okkur grunar að sumarið verði tíminn.“

Mynd: Eyþór Árnason

Úrvalsmatur og notalegheit
Þórólfur segir staðinn alls ekki stíla meðvitað inn á neinn ákveðinn markhóp þótt markmiðið sé sannarlega það að mynda ákveðin fastapunkt í tilveru Kópavogsbúa. „Við hugsum þetta frekar að bjóða upp á notalegt umhverfi og gæðamat heldur en að höfða til einhvers eins markshóps. Okkur þykir vænt um alla og alls konar. Við eigum nú þegar flottan hóp af fastakúnnum en sömuleiðis aðdáendur á samfélagsmiðlum. Það sem einkennir okkar rekstur er úrvalsmatur og notalegheit, jú og auðvitað heiðarleiki, við þykjumst ekki vera neitt annað en það sem við erum.“
Spurður hvað sé vinsælast nefnir Þórólfur fyrst ostborgarann og BBQ borgarann. „Okkar sérstaða er klárlega það að bjóða bæði upp á steikarborgara með hágæða kjöti, kleinuhringi, súrdeigsbrauð, vínarbrauð, kúluís, Don Heffe, franskar, kakómjólk, djúpsteikta vængi, pitsudeig, snúða, sjeik, ostaslaufu, espresso, kleinur og pönnukökur, allt í bland. Að mínu mati er ekki um neina sérstaka endurkomu hverfiskaffihúsa að ræða heldur er veitingarekstur einfaldlega að breytast. Hann er að færast nær fólkinu og um leið lengra inn í hverfin, bæði vegna þess að eftirspurnin er til staðar eftir þessari nálægð en líka vegna mikils leigukostnaðar í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er mjög jákvæð þróun að okkar mati og skemmtileg menningarviðbót, að hverfisbúar haldi tryggð við nærliggjandi rekstur. Kostur smærri eininga sem þessarar er auðvitað nálægðin sem og kærleikurinn sem umvefur þessa staði, ásamt hágæða veitingum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“