fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fókus

Nýtt verkefni Sölva Fannars: Barist við mótlæti og fordóma – „Þetta er mögnuð saga“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 9. september 2019 20:00

Sölvi og Bandaríski leikarinn Chris Tucker í góðum fíling.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaður, rithöfundur, líkamsræktarþjálfari, leikari og framleiðandi. Þetta eru aðeins fáeinir titlar sem einkenna fjöllistamanninn sem hefur einnig gegnt störfum sem umboðsmaður „Fjallsins“, Hafþórs Júlíusar Björnssonar, og er þekktur af mörgum sem maðurinn sem flutti ljóð í Iceland Got Talent og tileinkaði það konum. Hann er Sölvi Fannar, enginn annar.

Líkt og fyrri daginn hefur Sölvi mörg járn í eldinum um þessar mundir. Undanfarin ár hefur hann verið búsettur í útjaðri Lundúna, nálægt Kent-sýslu. Þar hefur hann kunnað frábærlega við sig og reynir að finna stundir á milli krefjandi verkefna til þess að semja ljóð og önnur ritverk. Þá vinnur Sölvi einnig að ýmsum tónlistarverkefnum með föður sínum.

Þetta er brot úr lengra viðtali sem finna má í helgarblaði DV

Hvað er list og hvað er ekki list?“ spyr Sölvi.
Það er nánast ómögulegt að segja hvað er ekki list. List er einfaldlega eitthvað sem skapar ákveðin hughrif hjá hverjum einstaklingi. „Ég var einmitt búinn að sakna skrifanna og tónlistarinnar mjög mikið, sem ég hafði ekki haft tíma fyrir í eitt og hálft ár. Ég var til dæmis að framleiða tónlistarmyndband við lag sem pabbi minn samdi. Að hlusta á hann syngja kippti alveg í mig, þannig að ég gat ekki annað gert en að henda mér í tónlistina aftur.“

Kvikmyndabransinn sérkennilegur

Sölvi hefur einnig verið að spreyta sig í framleiðslu víða erlendis og senn mun afraksturinn líta dagsins ljós, eitthvað sem fjöllistamaðurinn er afar spenntur fyrir. Þessa dagana er hann að undirbúa sannsögulega kvikmynd sem fjallar um atburði sem hann segir marga Íslendinga hafa gleymt. Umrædd mynd gerist árið 1920 og segir frá því þegar íshokkílið Fálkanna vann gull á Ólympíuleikunum fyrir hönd Kanada, en lið Fálkanna samanstóð af annarri kynslóð Vestur-Íslendinga.

„Sögupersónurnar eru ungir og mjög efnilegir strákar sem hafa mikinn áhuga á að spila íshokkí. En þeir mæta miklum fordómum í kanadísku þjóðfélagi vegna þess að þeir eru ekki kanadískir,“ segir Sölvi. „Það gekk meira að segja svo langt að þeim var bannað að taka þátt í kanadísku deildunum. Þeirra sigur var gífurlegur af hálfu drengjanna því þeir voru að berjast við svo mikið mótlæti sem útlendingar. Þetta er mögnuð saga.“

Sölvi segir að þrátt fyrir sterka einstaklingshyggju sem einkenni litla Ísland, sé landið í algerum sérflokki í kvikmyndagerð. „Við erum flest þannig uppalin að foreldrarnir eða afi og amma voru að vinna hátt í þrjú störf. Það þótti bara eðlilegt, þannig að það er eðlilegt að við leggjum okkur meira fram,“ segir hann.

„Kvikmyndabransinn er svo sérkennilegur og það er virkilega gaman að sjá hvað margir íslenskir leikarar og kvikmyndagerðarfólk eru að ná flottum árangri í flottum verkefnum. Þetta er greinilega vaxandi atvinnugrein og gaman að sjá hvað fólk er að átta sig á því hvað Íslendingar eru duglegir í svona umhverfi. Við höfum náð að sanna okkur með því að leggja svona hart að okkur.“

Endorfínþörfin stöðug

Sölvi segir það vissulega krefjandi að sinna mörgum störfum í einu en veitir innsýn í sína daglegu rútínu. „Þessi „múltítaskari“ í mér hefur alltaf verið til staðar frá æskuárum. Ef ég er að vinna á evrópskum tíma, þá er ég sofnaður upp úr miðnætti. Ég vakna kannski í kringum sjö og byrja að skipuleggja daginn með verkefnalista. Svo vinn ég vanalega í sex tíma, fer svo á æfingu. Það kemur þó æ oftar fyrir að ég sé að störfum mjög seint,“ segir hann.

„Ég er búinn að skipta vikunni þannig að einn daginn verð ég að gera bara eitt, til að stramma sjálfan mig af. Það fer aðeins of mikill kraftur í ákveðin verkefni, sem étur upp allan tímann. Sem 48 ára maður nenni ég ekki að lenda í einhverri miðaldurskrísu bara vegna þess að ég gat ekki forgangsraðað betur. Mér finnst það erfiðast af öllu, að forgangsraða.“

Þá rifjar Sölvi upp æskuárin og segir það hafa verið óhjákvæmilegt að smitast af listabólunni frá foreldrum sínum. Tónlistargenið fær hann frá föður sínum en leiklistina frá móður sinni. Sölvi fór þó ekki að tengja sköpunargleðina við einhverjar aðgerðir fyrr en hann gekk í kór í grunnskóla. „Ég fann mig svo vel í því að syngja og vinna með heilum hóp af krökkum sem  voru jafn mismunandi og þau voru mörg. Á sama tíma var ég á bólakafi í sjálfsvarnaríþróttum, þar sem ég æfði bæði júdó og karate. Þetta allt hjálpaði mér að halda einhverjum kjarna, þessu fylgdi ákveðin hugleiðsla, þetta sem margir kalla vinnu.“

Sölvi telur sig vera heppinn að hafa komið í góðu lagi út úr sínum uppvaxtarárum. „Þessi endorfínþörf var stöðug, hjá bæði mér og eldri bróður mínum. Við vorum alltaf að bralla einhvern fjanda; klifra upp byggingar og gera eitthvað sem við áttum ekki að gera,“ segir hann og tekur fram að hópíþróttir í æsku hafi verið eitthvað sem hentaði ekki alveg persónuleika hans á þeim tíma. Þar var fótboltinn verstur.

„Ef einhver tæklaði mig þá langaði mig bara að berja hann, með fullri virðingu. Þess vegna leitaði ég í sjálfsvarnirnar til að geta stjórnað sjálfum mér betur. Það hefði verið hægt að fara milliliðalaust með þetta mál ef við hefðum tekið að okkur enskt rúbbí, sem er eitt mest „hardcore“ dæmi sem til er,“ segir Sölvi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð einhleypur á ný

Ingó Veðurguð einhleypur á ný
Fókus
Fyrir 4 dögum

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“

Undratækið sem Solla notar alla morgna – „Jafn mikilvægt og að bursta tennurnar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar

Sakamál: Líkið fyrir utan dyrnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Besta hámhorfið í sumarrigningunni

Besta hámhorfið í sumarrigningunni
Fókus
Fyrir 1 viku

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu

Svona býrðu til þína eigin andlitsgrímu
Fókus
Fyrir 1 viku

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn

Margrét Erla: Ég vil sýna kvenlíkamann sem sterkan, fyndinn og skrýtinn