fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sölvi Fannar óttast ekki dauðann: „Eftir hundrað ár mun ekkert sem við gerum skipta máli“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 7. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaður, rithöfundur, líkamsræktarþjálfari, leikari og framleiðandi. Þetta eru aðeins fáeinir titlar sem einkenna fjöllistamanninn sem hefur einnig gegnt störfum sem umboðsmaður „Fjallsins“, Hafþórs Júlíusar Björnssonar, og er þekktur af mörgum sem maðurinn sem flutti ljóð í Iceland Got Talent og tileinkaði það konum. Hann er Sölvi Fannar, enginn annar.

Þetta er brot úr lengra viðtali sem finna má í helgarblaði DV

Líkt og fyrri daginn hefur Sölvi mörg járn í eldinum um þessar mundir. Undanfarin ár hefur hann verið búsettur í útjaðri Lundúna, nálægt Kent-sýslu. Þar hefur hann kunnað frábærlega við sig og reynir að finna stundir á milli krefjandi verkefna til þess að semja ljóð og önnur ritverk. Þá vinnur Sölvi einnig að ýmsum tónlistarverkefnum með föður sínum, Viðari Jónssyni.

Meiri líkur á tilvistarkreppu

Þegar fjöllistamaðurinn er spurður að þeim fórnum sem fylgja störfum hans segist hann hafa tekið þá ákvörðun snemma að eiga gott samband við fjölskylduna, hvernig sem færi. Einnig bætir hann við að ýmislegt hafi breytt hugarfarinu þegar afi hans lést á sínum tíma.

„Ef við lítum á heildarmyndina, þá er sama hvað við gerum í okkar lífi – eftir þúsund ár mun það ekki skipta nokkru máli. Meira að segja eftir hundrað ár mun ekkert skipta máli, sama hversu ör framþróunin er. Þetta er sannleikurinn í lífi okkar. Þegar fólk deyr þá kemur svo oft þessi pæling hjá fólki þar sem sagt er: „Ég átti svo margt ósagt við viðkomandi.“

Með afa var ég í þrjá klukkutíma með honum einum, og hann datt inn og út úr meðvitund, og ég sagði honum allt. Ég sagði honum allt sem ég var svo þakklátur fyrir. Þá fattaði ég sjálfur að við þurfum að passa okkur á því að koma þessu frá okkur,“ segir Sölvi.

„Þetta er stór hluti af því að forgangsraða. Við gleymum því svo oft hve mikilvægt það er sem við gerum öðrum, hvað aðrir hafa gert fyrir okkur, að læra að fyrirgefa og ýmislegt. Við gleymum þessu því við erum of upptekin að hinu dagsdaglega. Því meira sem maður gleymir sér í hinu dagsdaglega, þeim mun meiri líkur eru á því að maður lendi í tilvistarkreppu seinna meir.“

Í tengslum við tilvistarkreppu tekur Sölvi fram að hann sé alveg óhræddur við gráa fiðringinn svokallaða, enn sem komið er. Spurður að því hvort hann óttist eitthvað segir hann blunda í sér óttann um að enda einsamall á eldri árunum. „Ég vil ekki vera einn, en ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég á rosalega góða fjölskyldu og góða að og frábæra kærustu sem hugsar vel um mig og ég um hana. Þetta hrjáir mig ekki að svo stöddu,“ segir Sölvi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Útsjónarsemi Árna Johnsen – Til hvers að nota lyftuna?

Mynd dagsins: Útsjónarsemi Árna Johnsen – Til hvers að nota lyftuna?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Styles gefur út nýja tónlist og tónlistarmyndband eftir 2 ára pásu – Löðrandi í olíu og ber að ofan

Harry Styles gefur út nýja tónlist og tónlistarmyndband eftir 2 ára pásu – Löðrandi í olíu og ber að ofan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Breaking Bad kvikmyndin kemur á Netflix á morgun

Breaking Bad kvikmyndin kemur á Netflix á morgun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andri Snær ræðir loftslagsmál og bráðnun jökla á BBC

Andri Snær ræðir loftslagsmál og bráðnun jökla á BBC