fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Jakob: „Blindfullt fólk á ekkert að vera hlusta á grín“

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 10:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það versta sem ég get hugsað mér að lenda í sem uppistandari er helst salur þar sem langt er liðið á kvöldið og maður nær ekki athyglinni. Blindfullt fólk, sem getur ekki talað lengur saman, á ekkert að vera hlusta á grín,“ segir Jakob Birgisson sem hefur slegið í gegn sem uppistandari.

Jakob er í viðtali í helgarblaði DV en ár er liðið síðan hann flutti sína fyrstu sýningu. Í október mun hann endurtaka leikinn og hann hefur fengið til liðs við sig grínistann Jóhann Alfreð, sem gert hefur garðinn frægan með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Jakob er jafnframt yngsti handritshöfundur áramótaskaupsins 2019 og segir það mikil forréttindi að vinna með reynslumiklu fólki.

Hér birtist brot úr viðtalinu við Jakob sem finna má í heild sinni í helgarblaði DV.

Þegar Jakob er spurður um muninn á milli kynjanna í uppistandi segir hann líklega einhverja breytu þar í. „Ég vil fara varlega í að tala um það, enda er erfitt fyrir mig að álykta hvernig það er að vera kvenkyns uppistandari þegar ég hef ekki reynsluna af því sjálfur. Hins vegar búum við í samfélagi sem leitast við að festa konur í ákveðnu hlutverki og gerir almennt meiri kröfur til þeirra. Annars held ég að best sé að spyrja konur út í þeirra upplifun af skemmtanabransanum fremur en að ég sé að tjá mig mikið um það.“

Aðspurður segist Jakob ekki hafa lent í miklum hrakförum sem uppistandari þótt starfið sé ekki alltaf dans á rósum. „Ég reyni að vera æðrulaus. Það versta sem ég get hugsað mér að lenda í sem uppistandari er helst salur þar sem langt er liðið á kvöldið og maður nær ekki athyglinni. Blindfullt fólk, sem getur ekki talað lengur saman, á ekkert að vera hlusta á grín. Það er því almenn regla hjá uppistöndurum að vera ekki of seint í dagskránni. Það er gott að fá smá grín í upphafi eða við miðju kvölds, létta aðeins á stemningunni, svo getur fólk haldið skrallinu áfram og gert það sem því sýnist. En auðvitað getur grínið líka ekki farið á þann veg sem maður óskaði sér, það er hægt að lenda á erfiðum hópi sem hlær ekki eins mikið og flestir. Það er líka allt í lagi. Og ég er óhræddur við að gera mistök, það þroskar mig og gerir mig að betri grínista.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ