fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sean Penn ræður Valdísi til starfa

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 6. september 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valdís Óskarsdóttir hefur verið ráðin til að klippa nýjustu kvikmyndina í leikstjórn Seans Penn. Um er að ræða sannsögulegt drama sem segir frá konu sem reynir að henda reiður á skuggalegu glæpalífi föður síns. Myndin ber heitið Flag Day og er byggð á bókinni Flim-Flam Man eftir Jennifer Vogel.

Tökur á myndinni hófust í júlí og má búast við frumsýningu á næsta ári. Flag Day skartar leikurunum Josh Brolin, Miles Teller, Eddie Marsan, Dale Dickey, Penn sjálfum og Katherine Winnick, sem margir þekkja úr þáttunum Bones og Vikings. Einnig fara börn leikstjórans, Dylan og Hopper Penn, með hlutverk í myndinni.

Valdís hefur komið víða við á glæstum ferli, en hún er þekktust fyrir að hafa klippt kvikmyndirnar Festen, Sveitabrúðkaup (sem hún leikstýrði einnig) og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, en fyrir þá mynd hlaut hún BAFTA-verðlaunin árið 2005. Einnig sá hún um að klippa leikstjórnarfrumraun leikarans Ryans Gosling, Lost Rive, en seinast vann hún Edduverðlaunin fyrir klippingu á þáttunum Fangar.

Þess má einnig geta að Valdís er fulltrúi Wom@rts á Íslandi í samstarfi við Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Norðurlöndunum (WIFT Nordic).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“