fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Saga var heimilislaus 18 ára: „Ég greip öll tækifæri til að drekka aftur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 6. september 2019 09:10

Saga segir sögu sína til að hjálpa öðrum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Ýr Nazari var nýskriðin á kynþroskaskeiðið þegar hún byrjaði að drekka áfengi. Nokkrum árum síðar tóku eiturlyf við og fyrr en varði lá leiðin hratt niður á við. Stuttu áður en Saga varð nítján ára ákvað hún að fara í meðferð. Hún var þá heimilislaus, búin að lenda í alls kyns hremmingum og leið eins og hún væri einskis virði.

Í enda þessa mánaðar fagnar Saga tveggja ára edrúafmæli sínu og er þakklát fyrir það litla í lífinu. Hún er stolt af íslensku þjóðinni og hvernig hún tekst á við fíknivandann og er jafnframt stolt af því að geta verið fyrirmynd þeirra sem þrá vímulaust líf.

„Þetta þróaðist þannig hjá mér að ég byrjaði tiltölulega ung og áfengi var fyrsti vímugjafinn minn. Það sem ég held að ég og allir fíklar eða alkóhólistar eigum sameiginlegt er að ég varð háð því að komast í hugbreytandi ástand. Það skipti engu máli hvort það var kannabis, áfengi eða eitthvað annað – bara að aftengjast aðeins. Fá frelsi frá daglegu lífi. Neyslusaga hjá öllum er mismunandi en hjá mér þá byrjaði þetta með áfenginu. Þetta þróaðist rosalega hratt hjá mér. Ég dáðist strax að þessu kæruleysi. Í byrjun fannst mér ég geta verið ég sjálf undir áhrifum. Ég var minna feimin, ég var fyndnari, félagslyndari. Um leið og rann af mér daginn eftir hugsaði ég: Hvenær getum við gert þetta næst? Ég greip öll tækifæri til að drekka aftur, ég drakk mikið og helst í „blackout“. Mér fannst það geggjað. Ef ég ældi þá ældi ég og hélt áfram. Mér fannst allt í kringum þetta mjög aðlaðandi,“ segir Saga.

Þegar leiðin lá í menntaskóla byrjaði hún að neyta fíkniefna. Fyrst var um helgarneyslu að ræða en samhliða henni byrjaði hún að reykja kannabis á virkum dögum, því það var „viðurkennt“ af jafnöldrum hennar. Fyrst um sinn dró hún sig hins vegar stundum í hlé og tók sér pásu frá vímuefnum – þegar henni fannst hún missa stjórnina á neyslunni.

„Ég dró mig til hliðar ef ég gerði eitthvað óvenju stjórnlaust og tók eftir því að ég var farin að brjóta einhver prinsipp sem ég ætlaði mér aldrei að brjóta. Mörkin hjá sjálfri mér færðust alltaf lengra og lengra í burtu og ég byrjaði að brjóta alls konar persónulegar reglur og gildi sem ég var með. Það var hins vegar aldrei tímaspursmál hvort ég myndi byrja aftur, heldur hvenær. Ég var bara háð því að finna fyrir þessari aftengingu.“

Þetta er brot úr lengra viðtali í helgarblaði DV. Þar er einnig rætt við Sólrúnu Freyju Sen og Eyþór Gunnlaugsson sem eru meðal þeirra sem standa að gerð þáttanna Óminni sem sýndir eru í opinni dagskrá á Stöð 2.

DV hvetur alla sem geta að styrkja þetta góða málefni. Í ár nýtur Eitt líf stuðningsins, en þar hefur verið unnið óhefðbundið forvarnarstarf í grunnskólum landsins, sem vakið hefur mikla athygli. Starfsemin hófst eftir lát ungs drengs, Einars Darra í maí 2018, og byggir á því að fræða börn og ungmenni, foreldra þeirra og kennara um þá hættu sem fylgir neyslu vímuefna og lyfseðilsskyldra lyfja.

Þú getur lagt þitt af mörkum með því að greiða ákveðnar upphæðir beint á söfnunarreikning Á allra vörum í Landsbankanum: 101 – 26 – 55555, kennitala 510608-1350. Eins er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í eftirtalin símanúmer.

907-1502 fyrir kr. 2.000

907-1504 fyrir kr. 4.000

907-1506 fyrir kr. 6.000

907-1508 fyrir kr. 8.000

907-1510 fyrir kr. 10.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Steindi gerir „gay-vampírumynd“: „Ég myndi persónulega ekki vilja að amma mín horfði á þessa mynd”

Steindi gerir „gay-vampírumynd“: „Ég myndi persónulega ekki vilja að amma mín horfði á þessa mynd”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“

Telma stuðlar að grænni kvikmyndagerð: „Ég er vita gagnslaus í heimsenda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“