Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Fókus

Ólafur F. gefur út sína fyrstu ljóðabók

Fókus
Föstudaginn 6. september 2019 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástkæra landið er nafnið á nýrri ljóðabók og jafnframt nýjasta lagi Ólafs F. Magnússonar, læknis, fyrrverandi borgarstjóra og nú ljóða- og lagahöfundar.

Í inngangsorðum Ólafs að ljóðabókinni segir hann:

„Aldrei hefði mér dottið það í hug að mér ætti eftir að auðnast að gefa út ljóðabók. Hvað þá að gefa út á þriðja tug laga. Öll þessi gæfa hefur komið til mín á undanförnum sex árum, í kjölfar veikinda sem voru hvað erfiðust árið 2012. Síðan hefur líf mitt einkennst af endurreisn og lífsgleði.

Það kennir margra grasa í þessari ljóðabók og fyrir mér er hún ígildi sjálfsævisögu. Hún er óður til ættjarðarinnar, náttúrunnar, kærleikans, bjartsýninnar og áanna. Hún er líka lýsing á ljótri lífsreynslu sem næstum grandaði mér. Hún er persónuleg og opinská og skáldaleyfið dregur ekkert undan.“

Titilljóð þessarar fyrstu ljóðabókar Ólafs heitir Ástkæra landið, eins og ljóðabókin og nýútkomið lag hans. Texti ljóðs og lags fer hér á eftir, en hann má einnig sjá í myndbandi við lagið Ástkæra landið. Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir syngur með Ólafi í laginu en auk þess sér Vilhjálmur Guðjónsson um intró og millispil.

Ástkæra landið, elskaða þjóð

ást mín til þín er hjartanu kær.

Ég einlægt við fagna feðranna slóð

og færa til nútíðar söguna nær.

Áarnir traustir, sem tryggðu vorn hag,

við tignum þá, heiðrum og fullveldið dýrt.

Við mærum þá alla hvern einasta dag.

Enn þer að þakka, við kveðum það skýrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af