Laugardagur 18.janúar 2020
Fókus

Kærasti Katrínar Tönju og vinir hennar dást að nektarmyndunum

Fókus
Föstudaginn 6. september 2019 14:24

Katrín Tanja og Streat Hoerner. Samsett mynd: Instagram @katrintanja /ESPN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn gaf ESPN út myndir úr Body Issue tölublaðinu sínu. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFitt-stjarna og stolt okkar Íslendinga, er einn af þeim íþróttamönnum sem situr fyrir nakinn fyrir tímaritið.

Sjá einnig: Katrín Tanja situr fyrir nakin – Sjáðu myndirnar

Myndirnar vöktu talsverða, og verðskuldaða, athygli. Enda er hún í hörkuformi.

„Ég veit að fullt af fólki finnst ég vera með of mikla vöðva, of stór eða of grönn. Það er alltaf eitthvað sem fólk getur gagnrýnt og allir hafa ólíkar skoðanir. Minn líkami er sönnun þeirrar miklu vinnu sem ég hef lagt á mig. Vöðvarnir koma til vegna allra endurtekninganna sem ég hef tekið síðan að ég var lítill krakki. Ég er svo stolt af því,“ sagði Katrín Tanja í viðtali við ESPN og bætti við að það hefur tekið hana tíma að verða stolt af líkama sínum, sem hún er í dag.

Katrín Tanja deildi myndum úr myndatökunni á Instagram-síðu sína þar sem hún er með yfir 1,6 milljón fylgjendur. Hún deildi tveimur færslum með myndum.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa færslurnar fengið samtals 554 þúsund „likes“ og 7600 ummæli. Færslurnar skipta þessum viðbrögðum reyndar frekar jafnt á milli sín, báðar eru með um 277 þúsund „likes“ og 3800 ummæli.

Við tókum saman nokkur ummæli þekktra Íslendinga við myndir Katrínar Tönju:

„Vá“ skrifar Kristbjörg Jónasdóttir, athafnakona og eiginkona Aron Gunnars landsliðsmanns.

„Is this real liiiife,“ skrifar Arnhildur Anna, kraftlyftingakona og besta vinkona Katrínar Tönju.

Úr myndatöku ESPN.

„Ég alveg legit gjörsamlega bilast yfir þér,“ skrifar Helgi Ómarsson ljósmyndari.

„VÁ. QUEEEEEN!!“ Skrifar Tanja Ýr fyrrum fegurðardrottning, fyrirtækjaeigandi og áhrifavaldur.

„Geggjuð!!“ Skrifar Arna Ýr fyrrum fegurðardrottning og áhrifavaldur.

„Woooow,“ skrifar Birgitta Líf athafnakona og áhrifavaldur.

„So freaking proud of you,“ skrifar Annie Mist, CrossFittari og vinkona Katrínar Tönju.

Kærasti Katrínar Tönju, Streat Hoerner, lét sig ekki vanta í kommentakerfið. Það er tiltölulega stutt síðan að parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Katrín Tanja komin á fast – Þetta vitum við um nýja kærastann

Skjáskot/Instagram

Streat skrifar ekki mikið við mynd Katrínar Tönju, hann lætur það duga að skilja eftir „emoji“ af logandi eld, sem segir meira en segja þarf. Við erum sammála Streat, enda er Katrín Tanja gjörsamlega „on fire.“

Fjöldi vina Katrínar Tönju úr CrossFit-heiminum skrifuðu einnig við myndirnar. Þú getur skoðað fleiri myndir með því að ýta á örina á myndinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérkennileg íbúð í Norðurmýrinni höfð að háði og spotti: „Svona halda vampírur að mannfólk vilji hafa svefnherbergi“

Sérkennileg íbúð í Norðurmýrinni höfð að háði og spotti: „Svona halda vampírur að mannfólk vilji hafa svefnherbergi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórunn Erna Clausen eignast barn

Þórunn Erna Clausen eignast barn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigurjón: Íslenskir ráðherrar gætu lært mikið af Guðmundi

Sigurjón: Íslenskir ráðherrar gætu lært mikið af Guðmundi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar tjá sig um sigurinn á Rússum: „Morgunljóst að við erum að fara verða Evrópumeistarar“

Íslendingar tjá sig um sigurinn á Rússum: „Morgunljóst að við erum að fara verða Evrópumeistarar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þetta sagði Pálmi Gestsson um framtíð Spaugstofunnar

Þetta sagði Pálmi Gestsson um framtíð Spaugstofunnar
Fókus
Fyrir 1 viku

Hún vann Norway‘s Got Talent þegar hún var 7 ára – Fær gullhnappinn frá Heidi Klum

Hún vann Norway‘s Got Talent þegar hún var 7 ára – Fær gullhnappinn frá Heidi Klum