fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Fókus

Júlíus flúði fellibyl fyrir frægðina: „Ég er algjörlega öðruvísi en flestir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 6. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Einar Júlíusson, upprennandi, íslenskur tónlistarmaður, tekur um þessar mundir þátt í hæfileikakeppninni Coast 2 Coast í Bandaríkjunum. Keppnin snýst um að finna næstu stjörnuna í tónlistarbransanum þar ytra og getur sigur í keppninni opnað margar dyr og oft dugir þátttakan ein og sér til þess. Júlíus keppti í undanúrslitum í Washington í lok ágúst og lenti í öðru sæti, en aðeins munaði 0,3 stigum á honum og þeim sem hreppti fyrsta sæti.

„Þessi keppni hefur komið mörgum þekktum tónlistarmönnum á kortið,“ segir Júlíus í samtali við DV. Keppnin hefur nú þegar hjálpað þessum hæfileikaríka manni að koma sér á framfæri.

„Ég hef verið kallaður á fund hjá stóru plötufyrirtæki og mun láta vita meira um það þegar nær dregur,“ segir hann, en plötufyrirtækið sem um ræðir er Atlantic Records. Meðal listamanna á mála hjá fyrirtækinu eru Bruno Mars, Cardi B, Coldplay, Ed Sheeran og Sia.

Óhræddur Júlíus fylgir sínum draumum. Mynd: Úr einkasafni

Grátandi börn og hrikalegir jarðskjálftar

Júlíus er vongóður um að komast alla leið í úrslitin í keppninni. Fellibylurinn Dorian hefur hins vegar sett sitt strik í reikninginn. Úrslitakvöldið átti að vera síðasta sunnudagskvöld en var fært fram í nóvember vegna fellibyljarins. Júlíus segir það hafa verið afar sérstakt að sjá hræðsluna sem greip um sig þegar Dorian nálgaðist land en hann flúði frá Miami til Washington áður en fellibylurinn fór yfir Flórída.

„Vatn var að klárast, bensín búið á flestum bensínstöðvum og fólk var byrjað að birgja sig upp af matvælum. Ég heyrði í foreldrum sem keyra hjá Uber tala við grátandi börnin sín og reyna að róa þau niður. Áður en ég fór til Washington var ég mjög nálægt þeim stað sem hann átti að lenda og ég heyrði í þrumum sem búa til jarðskjálfta sem finnast langar leiðir – eitthvað sem ég hef bara séð í bíómyndum.“

Klárar með stæl

Sama hvernig fer í nóvember stefnir Júlíus á frama í tónlistinni – markmið sem hann hefur unnið að lengi, hægt og hljótt. Það er mikið í húfi, enda fær sigurvegarinn í Coast 2 Coast ekki aðeins plötusamning heldur einnig fimmtíu þúsund dollara peningaverðlaun, rúmar sex milljónir króna.

„Ég er algjörlega öðruvísi en flestir í þessari keppni og sé fram á bjarta tíma í tónlistarbransanum miðað við hvernig mál standa núna. Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf beðið eftir og ég mun einbeita mér að því að klára þetta með stæl.“

Hvað er Coast 2 Coast?

Keppnin er það sem er kallað „showcase“, sem þýðir í raun bara sýning á íslensku, fyrir listamenn og talin sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Forsvarsmenn keppninnar ferðast um gervöll Bandaríkin til að finna næstu tónlistarstjörnuna í hvaða tónlistargrein sem er.

Heimsþekktir dómarar eru fengnir til að fylgjast með keppninni í gegnum netið og kjósa stafrænt. Hver sem er getur tekið þátt í Coast 2 Coast og þurfa tónlistarmenn einungis að senda inn tónlist sína í gegnum vefsíðu keppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri

Skotheld ráð sem breyta innkaupaferðum þínum í Covid-faraldri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð

Sunneva Einars kveður einkennislitinn og orðin dökkhærð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Höfn slá í gegn

Lögreglumenn á Höfn slá í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páskastjarnan ekki af baki dottin þrátt fyrir COVID-19 og kynnir nýtt lag – „Meira meira, eitthvað meira, má ég nokkuð bjóða þér?“

Páskastjarnan ekki af baki dottin þrátt fyrir COVID-19 og kynnir nýtt lag – „Meira meira, eitthvað meira, má ég nokkuð bjóða þér?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þegar vídeóspólan kom til Íslands – Kvikmyndahúsaeigendum fannst hagsmunum sínum ógnað – Vídeógláp var talið skaðlegt börnum og ungmennum

Þegar vídeóspólan kom til Íslands – Kvikmyndahúsaeigendum fannst hagsmunum sínum ógnað – Vídeógláp var talið skaðlegt börnum og ungmennum
Fókus
Fyrir 1 viku

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi

10 kostulegustu Facebook-hóparnir á Íslandi