Sunnudagur 19.janúar 2020
Fókus

Björn Bragi opnar sig upp á gátt: „Það sem var sagt og skrifað um þetta mál var að stóru leyti algjör þvæla“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 5. september 2019 20:34

Björn Bragi Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór eflaust ekki framhjá neinum þegar myndbandið af Birni Braga að káfa á unglingsstúlku fór í dreifingu á síðasta ári. 

Málið vakti gríðarmikla athygli en Björn Bragi viðurkenndi að hafa áreitt 17 ára stúlku kynferðislega á Akureyri. Eftir það steig hann til hliðar sem spyrill Gettu betur og var afbókaður á skemmtanir. Stúlkan sjálf sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hún kvaðst hafa fyrirgefið honum.

Björn Bragi hefur verið einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar síðustu ár. Bæði sem þáttastjórnandi sem og sem meðlimur í Mið-Ísland hópnum. Nýlega vakti Björn  aftur athygli þegar sýningin hans „Björn Bragi Djöfulsson“ var auglýst en netverjar kepptust við að gagnrýna og lofa endurkomuna.

Sýning Björns Braga fordæmd

Í viðtali við Ísland í dag, sem var sýnt í kvöld, segir Björn að hann myndi aldrei fara af stað með sýningu sem væri óviðeigandi eða á einhvern hátt í óþökk stelpunnar eða fjölskyldunnar.

„Þvert á móti er þetta allt gert í samráði við þau og með stuðningi þeirra. Ég er búinn að bjóða þeim að koma á sýninguna og þau ætla að mæta“

Björn hefur verið mikið í sambandi við stelpuna og fjölskyldu hennar. Hann hefur verið mikið í sambandi við þau eftir atvikið

„Ég var mér náttúrulega bara til skammar og hagaði mér eins og hálfviti og það er engum öðrum en mér að kenna eins og ég hef alltaf sagt. Ég skil það mjög vel að fólki hafi verið brugðið þegar þetta kom upp og jafnvel svolítið reitt út í mig. Þannig leið mér sjálfum.

Hann segir umfjöllunina sem kom í kjölfarið á myndbandinu hafa verið að miklu leyti algjör þvæla.

„Það sem var sagt og skrifað um þetta mál var að stóru leyti algjör þvæla og um það eru allir sem tengjast málinu algjörlega sammála. Ekkert nema vinskapur og kærleikur í báðar áttir.“

Björn segir þetta hafa verið mjög erfitt en hann fór mjög langt niður eftir atvikið.

„Bæði að sýna af sér einhverja fáránlega hegðun og það að gera sig af fífli fyrir framan alþjóð, það er mjög erfitt og auðvitað fer maður mjög langt niður við það.“

Segist hafa íhugað að flytja úr landi

Eins og fyrr segir vakti málið gríðarmikla athygli en Björn segist hafa íhugað að flytja úr landi í kjölfar atviksins.

„Fyrstu dagana vildi maður ekkert láta sjá sig og maður fer svona pínu í felur. Auðvitað hefur svona atvik svakaleg áhrif á mann og ég tók því mjög alvarlega. Maður lærir svakalega mikið af því og þetta breytir manni til góðs.“

Björn segir fjölskylduna sína hafa sýnt sér ást og stuðning eftir atvikið en segist hafa átt skilið að líða illa. Hann skilur að fólk hafi verið ósátt við sig.

„En þau reyndu bara að styðja mig í gegnum þetta og vinirnir líka sem mér mun alltaf þykja ótrúlega vænt um. Það sem mér þykir vænst um af öllu er að stelpan og fjölskyldan hennar hafi sýnt mér stuðning og að við höfum getað talað saman í þessum súrrealísku aðstæðum.

Hann segir það hafa verið erfitt að snúa aftur á svið eftir atvikið.

„Það var mjög erfitt að stíga aftur á svið eftir að hafa gert sig að fífli fyrir framan alla og hagað sér eins og asni. Þá fannst mér ótrúlega vænt um að fá þeirra stuðning.“

Stúlkan og fjölskylda hennar virðist alls ekki vera ósátt við Björn Braga. Hún fékk Björn til að gera stuðningsmyndband fyrir nemendakosningar í menntaskólanum sínum og virðist það hafa vakið mikla lukku þar sem hún vann kosningarnar.

Björn telur að þetta hafi verið góð leið til þess að sýna það að hvorugt þeirra hafi fundið fyrir þeim tilfinningum sem margir netverjar fundu fyrir.

„Fólk verður auðvitað að hugsa um að þetta mál snýst ekki bara um mig. Mér fannst það ósanngjarnt hvernig hún var dregin inn í einhverja svona umræðu og gerð að einhverju fórnarlambi, sem hún sagði strax í byrjun að hún upplifði sig ekki sem.“

Stúlkan ekki fórnarlamb

Stúlkan sagði strax í byrjun hvernig hún upplifði þetta og bað fólk um að vera ekki að skilgreina sig sem eitthvað fórnarlamb. Björn segir að fólk verði að virða það og finnst það vera lítilsvirðing við hana þegar fólk heldur öðru fram.

„Ég skildi alveg að ég fengi skít yfir mig út um allt. Ég er þekktur og þegar ég haga mér eins og hálfviti þá er viðbúið að ég fái skít yfir mig. Það er verðskuldað en þetta mál snýst um fleiri en mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 1 viku

Dularfull dauðsföll ásakenda Kevins Spacey – Þrír látnir á innan við ári

Dularfull dauðsföll ásakenda Kevins Spacey – Þrír látnir á innan við ári
Fókus
Fyrir 1 viku

Kristín Hrefna hvetur til hugleiðslu: „Maður þarf ekkert að vera á heilagleikahraðlestinni“

Kristín Hrefna hvetur til hugleiðslu: „Maður þarf ekkert að vera á heilagleikahraðlestinni“