Laugardagur 22.febrúar 2020
Fókus

Aníta Briem opnar sig um erfiðleika í æsku: Fékk slæma anorexíu og dvaldi á barna- og unglingageðdeild

Fókus
Mánudaginn 30. september 2019 15:08

Aníta Briem.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Briem leikkona var gestur Fannars Sveinssonar í þættinum Framkoma. Hún opnaði sig um erfiðleika í æsku og sagði frá tíma sínum inni á Barna- og unglingageðdeild.

„Þegar ég var bara 15-16 þá fann ég alveg rosalega mikla innilokunarkennd. Mér fannst rosalega erfitt að vera í svona litlu samfélagi. Mér fannst erfitt að fólk væri að slúðra og tala um annað fólk. Þegar fólk er búið að gera sér hugmynd af hver þú ert þá ertu fastur í því, því landið er lítið,“ sagði Aníta Briem og hélt áfram.

Aníta Briem og Fannar. Skjáskot/Vísir

„Ég fékk svolítið slæma anórexíu og sat inni á Barna- og unglingageðdeild,“ sagði hún.

Þegar hún varð 16 ára gat hún útskrifað sig sjálfa af geðdeild, sem hún gerði.

„Þá tók ég ákvörðun um að útskrifa mig af geðdeild og flytja til London. Ég gerði það og það var bara ótrúlega gott fyrir mig af því að ég náði alveg að hífa mig upp úr veikindunum, breyta um umhverfi og fá að uppgötva aðrar hliðar á mér,“ sagði Aníta.

Aníta Briem hefur búið síðastliðinn áratug í Los Angeles og leikið í hinum ýmsu þáttum og kvikmyndum. Hún kom nýverið til Íslands til að leika aðalhlutverkið í sjónvarpsseríunni Ráðherrann, á móti Ólafi Darra Ólafssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“

Frægur leikari tjáir sig um líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sínum: „Foreldrahlutverkið er gífurlega erfitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa

Leiðin til bata: Hún neytti fíkniefna daglega 12 ára og 14 ára svaf hún í stigagöngum fjölbýlishúsa
Fókus
Fyrir 6 dögum

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff

Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni – Ilmkerti og David Hasselhoff
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“

Ólafur Friðrik hjólar í RÚV vegna söngvakeppninnar: „Réttrúnaðurinn velur sitt fólk“