Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fókus

Steinunn hefur séð á eftir mörgum í hyldýpi fíkniefna – „Ég hef hnoðað vin minn í gang eftir neyslu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan unga, Steinunn Radha, er hugsi og full söknuðar þessa dagana vegna átaksins Á allra vörum – vitundarvakningu um böl fíkniefnaneyslu. Steinunn hefur aldrei verið í neyslu sjálf en hefur samt orðið fyrir miklum afleiðingum af völdum fíkniefna því góðir vinir hennar hafa glatað gæfu og lífi í fen fíkniefnanna. Fyrir um ári síðan hnoðaði hún lífi í vin sinn sem var hætt komin vegna neyslu og sjúkralið kom síðan á vettvang og dælt var upp úr honum. Vinurinn hafði tekið inn oxycontin. „Hann er því miður enn fastur í neyslu,“ segir Steinunn, aðspurð um afdrif vinar hennar.

Á síðustu tveimur árum hefur misnotkun á læknadópi meðal ungmenna farið ört vaxandi og hefur Steinunn orðið mjög vör við það í vinahópnum. Hins vegar telur hún að kókaínneysla sé stærra vandamál. Kókaín er almennt talið vera mjög dýrt fíkniefni og því vaknar spurning um hvernig ungt fólk fjármagnar slíka neyslu. „Þegar þú ert djúpt sokkinn í neyslu þá gerirðu allt til að ná í þetta, lendir í skuldum og rænir jafnvel,“ segir Steinunn.

„Það er mikll söknuður í hjarta mínu núna,“ segir Steinunn en hún óskar þess að átakið Á allra vörum verði til þess að fólk verði meira vakandi fyrir misnotkun lyfja og fíkniefnaneyslu sem og að þeir sem búa yfir erfiðri reynslu stígi fram og segir frá henni, og að þeir verði teknir alvarlega.

Steinunn skrifaði stuttan og áhrifamikinn pistil á Facebook í tilefni átaksins og er hann eftirfarandi:

Í gærmorgun vaknaði ég við syngjandi kirkjuklukkur Bústaðakirkju og hélt að það væri sunnudagur. Ég leit á dagatalið og sá að svó var ekki. Kirkjuklukkur ómuðu um 8 leytið í tilefni átaksins „VAKNAÐU/á allra vörum“ og því er ekki nema við hæfi að hafa vaknað við klukkurnar. Átakið er hugsað sem forvarnir gegn fíkniefnaneyslu.

Fíkniefni eru ekkert til að grínast með eða gera lítið úr alvarleika þeirra. Tilvist þeirra hefur áhrif á flesta, beint eða óbeint.

Ég hef orðið fyrir áhrifum þeirra. Ég þekki fólk, fólk sem er mér kært sem ég hef misst inn í heim myrkurs og fíknar. Afleiðingin fyrir mig voru geðshræringar og andvökunætur. Í kjölfarið bitnuðu þessar afleiðingar á góðum vinum mínum og höfðu áhrif á þá í gegn um mig. Þeir sáu mig í andlegu ástandi sem þeir höfðu ekkert að gera með að sjá mig í eða voru nálægt því að blandast inn í mínar aðstæður, geðshræringar og urðu þannig hluti þess sem eiturlyf ala af sér. Mér þykir það leitt en sá á sama tíma að ég á dýrmæta vini.

Ég birti þessa færslu þar sem þetta átak á stað í hjarta mínu því ég hef hnoðað vin minn í gang eftir neyslu.

Þess vegna kemur þetta okkur öllum við, verum vakandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!

Hvaða lag eigum við að senda út í Eurovision? Taktu könnunina!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“

Guðrún þurfti að flýja Mexíkó – „Frekar dramatískur endir því miður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“

Vikan á Instagram: „Til að forðast allan misskilning. Ég er ekki með syni Bjarna Ben á ferðalagi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig

Dauðvona Laddi og Bubbi leikur sjálfan sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf

Betra að lifa í draumi ef maður á ekki líf
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“

Hallgrímur Ólafsson ólst upp á sjómannsheimili: „Það var skrítin standpínustemning um borð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“

Ugla Stefanía niðurlægð á flugvelli: „Ég heyrði að fólk var að tala og ég vissi að það væri um mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband

Dómnefndin hafnaði nýju lagi Ólafs – Tileinkað eiginkonunni sem hann kvæntist á nýársdag | Myndband