fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Julie Andrews heiðruð fyrir ævistarf sitt

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrews við upphaf ferils síns.

Breska leikkonan Julie Andrews hlaut heiðursverðlaun í gær á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þar tók hún með breiðu brosi á móti svonefnda Gyllta ljóninu, sem hún fékk fyrir ævistarf sitt í leiklist.

„Ég tel mig vera gríðarlega heppna fyrir að hafa helgað meirihluta ævi minnar listastörfum,“ er hermt eftir Andrews þegar hún tók við verðlaununum. „Ég er enn gríðarlega þakklát fyrir það að hafa verið sú heppna unga stúlka sem hefur verið beðin um að taka að sér svona mörg dásamleg og fjölbreytt hlutverk.“

Andrews er 83 ára gömul og hefur verið virk í leiklistarstarfinu frá tólf ára aldri. Þegar Julie varð 18 ára, hafði hún leikið í fjölmörgum látbragðs- og söngleikjum og hafði meðal annars verið kynnt fyrir bresku konungsfjölskyldunni. Hún var þá þegar þekkt og vinsæl listakona í London, en engan og allra síst hana sjálfa hafði dreymt um, að nokkrum árum seinna yrði hún heimsþekkt stjarna.

Nú á hún fleiri en 40 kvikmyndir að baki en er þó eflaust þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Mary Poppins, The Sound of Music og The Princess Diaries.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“