fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Julie Andrews heiðruð fyrir ævistarf sitt

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrews við upphaf ferils síns.

Breska leikkonan Julie Andrews hlaut heiðursverðlaun í gær á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þar tók hún með breiðu brosi á móti svonefnda Gyllta ljóninu, sem hún fékk fyrir ævistarf sitt í leiklist.

„Ég tel mig vera gríðarlega heppna fyrir að hafa helgað meirihluta ævi minnar listastörfum,“ er hermt eftir Andrews þegar hún tók við verðlaununum. „Ég er enn gríðarlega þakklát fyrir það að hafa verið sú heppna unga stúlka sem hefur verið beðin um að taka að sér svona mörg dásamleg og fjölbreytt hlutverk.“

Andrews er 83 ára gömul og hefur verið virk í leiklistarstarfinu frá tólf ára aldri. Þegar Julie varð 18 ára, hafði hún leikið í fjölmörgum látbragðs- og söngleikjum og hafði meðal annars verið kynnt fyrir bresku konungsfjölskyldunni. Hún var þá þegar þekkt og vinsæl listakona í London, en engan og allra síst hana sjálfa hafði dreymt um, að nokkrum árum seinna yrði hún heimsþekkt stjarna.

Nú á hún fleiri en 40 kvikmyndir að baki en er þó eflaust þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Mary Poppins, The Sound of Music og The Princess Diaries.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 2 dögum

Viktor fær ljót skilaboð varðandi útlit sitt nær daglega: „Hommar… mestu haters ever“

Viktor fær ljót skilaboð varðandi útlit sitt nær daglega: „Hommar… mestu haters ever“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“

Hrafna gefur ferðamönnum ráð: „Íslenskt veður er óútreiknanlegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli

Jóhannes Haukur mætir Mark Wahlberg í nýjum spennutrylli
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grínið getur reynst algjört böl

Grínið getur reynst algjört böl
Fókus
Fyrir 5 dögum

Furðulegt tæki sem finnur síma, veski og úr: „Gallinn er að það er á gráu svæði“

Furðulegt tæki sem finnur síma, veski og úr: „Gallinn er að það er á gráu svæði“