fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Uppruni áhrifavaldanna – Camilla ólst upp í Krossinum – Sólrún komin með breitt bak: „Í raun er ég stolt af því að kalla mig áhrifavald”

Fókus
Sunnudaginn 29. september 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sitt sýnist hverjum um starfsheitið áhrifavaldur, en það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að sú atvinnugrein hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár og velta vinsælir áhrifavaldar mörgum milljónum á ári vegna auglýsingasamninga af ýmsu tagi. En hvaðan kemur þetta fólk allt saman? Fókus kíkti á sögu nokkurra vinsælustu áhrifavalda landsins og skoðaði uppruna vinsælda þeirra.

Sólrún Diego
Sólrún Diego. Mynd: Skjáskot/YouTube

Sólrún Diego

Fylgjendur á Instagram: 37.000

Landsmenn fengu fyrst að kynnast Sólrúnu Diego og hennar þrifnaðaræði síðla árs 2014 þegar bloggsíðan Mamie.is var opnuð. Mamie.is var stofnuð af nokkrum ungum mæðrum, en við stofnun var Sólrún í fæðingarorlofi með yngra barn sitt, dótturina Maísól. Þegar Mamie.is var opnuð stofnuðu mæðurnar samhliða því Snapchat-reikning sem þær skiptust á að halda úti. Fimmtudagar voru dagarnir hennar Sólrúnar og deildi hún þar ýmsum töfraráðum er varða þrif. Svo fór að henni fannst ekki nóg að snappa bara einu sinni í viku og opnaði sinn eigin Snapchat-reikning stuttu síðar. Þá fyrst reis frægðarsól hennar.

Bókin Heima sem kom út árið 2017.

„Það var svo sjúklega mikið af fólki sem kom inn fyrstu nóttina að ég fékk næstum hjartaáfall. Mér fannst svo skrýtið að fólk hefði svona mikinn áhuga á að fylgjast með því sem ég var að gera. En ég ákvað að taka bara einn dag í einu og sjá hvert þetta myndi leiða mig,“ sagð i Sólrún í viðtali við Fréttatímann árið 2016. Hún sagði síðar skilið við Mamie.is og stofnaði sína eigin bloggsíðu, sem er enn lifandi í dag. Í viðtali við Fréttatímann sagði Sólrún að þessi vinna á samfélagsmiðlum hafi gert hana sterkari.

„Ég var líka mjög feimin. En það hefur styrkt mig mjög mikið að vera með bloggið og snappið, eins og ég átti ótrúlega erfitt með þetta fyrst. Nú vita allir hvernig ég er og ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því sem hinir og þessir halda um mig. Ég er komin með ágætlega breitt bak gagnvart gagnrýni og ef ég sé eitthvað um mig þá reyni ég bara að hlæja að því.“

Það var nánast lyginni líkast að fylgjast með vinsældum Sólrúnar á Snapchat á þessum tíma og varð hún hvað þekktust fyrir edikblönduna sína sem hún þreif nánast allt með. Allt í einu seldist edik sem aldrei fyrr og tóku verslanir upp á því að selja sérstaka brúsa með blöndunni. Árið 2017 kom síðan út bókin Heima eftir Sólrúnu þar sem hún miðlaði öllum sínum bestu ráðum. Sólrún tilkynnti í byrjun þessa árs að hún væri hætt á Snapchat, mörgum til undrunar, og einbeitir hún sér nú að blogginu sínu og Instagram.

Sunneva Eir Einarsdóttir

Fylgjendur á Instagram: 43.000

Sunneva Einarsdóttir hefur átt mikilli velgengni að fagna á Instagram. Hún birti fyrstu myndina á miðlinum árið 2012 og var þá eins og meðal Jóninn, með nokkur læk á hverri mynd. Það var svo árið 2017 sem fylgjendafjöldinn fór að aukast fyrir alvöru, ári eftir að hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund. Eftir útskrift ákvað hún að taka sér ársfrí frá námi og réð sig sem samfélagsmiðlastjóri hjá umboðsskrifstofunni Eylenda. Um mitt ár 2017 var hún komin með hátt í sextán þúsund fylgjendur á Instagram.

Mynd af Sunnevu árið 2013:

https://www.instagram.com/p/W40XH-IPk-/

„Ég hef alltaf verið mjög virk á Instagram frá því að ég byrjaði árið 2012 og hef síðan þá verið dugleg að pósta myndum úr daglega lífinu. Instagramið mitt hefur stækkað mikið á sama tíma og þessi miðill hefur orðið vinsælli. Ég byrjaði að taka eftir að fylgjendum fjölgaði frekar hratt í fyrra og flæðið á síðunni er búið að verða meira og meira seinasta árið,“ sagði hún í viðtali við Smartland árið 2017.

Svona leit Sunneva út árið 2016:

https://www.instagram.com/p/BG4ygyNIPgn/

Þeir sem hafa áhuga á snyrtivörum hafa stutt dyggilega við bakið á Sunnevu og árið 2018 bauð snyrtivörufyrirtækið Inglot henni út til Las Vegas þar sem hún hitti sjálfa Jennifer Lopez.

„Það er í raun draumur allra áhrifavalda að fá að fara í svona brandtrip eins og þetta er kallað, og fá líka að hitta J-Lo í leiðinni er frábært. Ég var ekki að trúa þessu allan tímann. Við töluðum um nýju línuna og ég hrósaði henni fyrir hana. Henni fannst mjög magnað að vera frá Íslandi. Hún vissi af mér, teymið hennar þurfti að samþykkja mig til að ég mætti fara út. Við vorum mjög fá sem fengum að fara í eftirpartý inni í búningsherbergi hennar,“ sagði Sunneva í viðtali við Brennsluna í apríl árið 2018.

Sunneva í dag:

https://www.instagram.com/p/B1_ui3XgpDn/

Camilla Rut Rúnarsdóttir

Fylgjendur á Instagram: 27.300

Camilla Rut, eða Camy Klikk, byrjaði á Snapchat þegar hún var að koma sér upp úr fæðingarþunglyndi eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn árið 2015.

„Meðgangan og fæðingin var hryllingur en þetta litla barn hefur verið draumur síðan við fengum það í hendurnar. Ég fékk rosalegt fæðingarþunglyndi og átti mjög erfitt fyrstu mánuðina. Í orlofinu hafði ég gaman af því að fylgjast með öðrum á samfélagsmiðlum og fljótlega kviknaði sú hugmynd að kannski hefði fólk áhuga á því sem ég hefði að segja. Ég opnaði aðganginn minn og var ekki með neitt sérstakt markmið. Ég einblíndi ekki á neitt afmarkað málefni, heldur var ég bara að spjalla um lífið og tilveruna. Meðal þess sem ég ræddi opinskátt var fæðingarþunglyndið. Markmið mitt var samt ekki beint að peppa aðra, heldur var ég að þessu aðallega til að peppa sjálfa mig og ég fann fljótt að þetta var hvati til þess að laga mitt eigið hugarfar. En boltinn fór fljótt að rúlla og fylgjendatalan jókst með hverjum degi. Að mörgu leyti var ég heppin, varðandi tímasetningu og annað en á þessum tíma var ekki mikið um það að fólk væri að opna sig og segja frá persónulegri lífsreynslu fyrir framan ókunnugt fólk á Snapchat,“ sagði Camilla í forsíðuviðtali við Vikuna í fyrra. Camilla naut ekki vinsælda á Instagram fyrr en mörgum árum síðar og fetaði í fótspor vinkonu sinnar, Sólrúnar Diego, í byrjun þessa árs – hætti á Snapchat og lagði þungann í Instagram.

Camilla Rut hefur látið að sér kveða í tónlistinni. Mynd: Skjáskot/YouTube

Camilla er mikil söngkona og má rekja gospeláhuga hennar til tíma hennar í trúarsöfnuðinum Krossinum, en Gunnar Þorsteinsson í Krossinum er afi hennar.

„Það að vera í Krossinum átti mikinn hlut í mínu þroskaferli. Á ákveðnu tímabili var ég frekar þunglynd og fannst sambandið við pabba minn til dæmis mjög erfitt. En ástæðan fyrir því að það var svo þægilegt að fara í Krossinn eftir þetta uppreisnartímabil var það að ég gat alltaf mætt á samkomur og ef mér leið illa þá bara sat ég og grét og allir sýndu því fullan skilning. Þá hreinsaði maður einhvern veginn út og mætti svo bara ferskur í skólann daginn eftir,“ sagði Camilla í viðtali við Monitor árið 2014. Í dag starfar Camilla við tónlist samhliða áhrifavaldaframanum og hefur komið fram í ýmsum sýningum.

Tanja Ýr Ástþórsdóttir

Fylgjendur á Instagram: 33.200

Tanja Ýr vakti fyrst athygli árið 2013 þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland. Í kjölfarið varð hún dugleg á samfélagsmiðlum. Hún byrjaði á Snapchat árið 2014, eftir að hafa haldið bloggsíðunni tanjayr.com úti um nokkurt skeið. Hún opnaði Instagram-síðu árið 2012 sem varð ekki vinsæl fyrir alvöru fyrr en árið 2017.

Tanja Ýr árið 2013:

https://www.instagram.com/p/bKMFQpCgHr/

Tanja Ýr tók síðan samfélagsmiðlaveldið sitt skrefinu lengra árið 2016 þegar hún stofnaði umboðsskrifstofu fyrir áhrifavalda, Eylenda, árið 2016 ásamt Maríu Hólmgrímsdóttur. Lítið hefur farið fyrir Eylenda undanfarið ár en tilgangur þess var að tengja saman fyrirtæki og fólk sem var áberandi á samfélagsmiðlum. Meðal áhrifavalda sem voru á mála hjá Eylenda voru Sólrún Diego, Lína Birgitta, Binni Glee og Tinna Alavis.

Tanja Ýr árið 2015:

https://www.instagram.com/p/4uqwQ-CgDv/

Tanja Ýr er mikil bisnesskona og er með sína eigin snyrtivörulínu og vasast í alls kyns öðrum viðskiptatækifærum.

Tanja Ýr í dag:

https://www.instagram.com/p/B0jhvHAB8kU/

Fanney Dóra Veigarsdóttir

Fylgjendur á Instagram: 9.366

Fanney Dóra er talin vera einn af þeim áhrifavöldum sem eru hvað mest upprennandi og eiga nóg inni. Hún byrjaði með bloggsíðu fyrir fjórum árum. Í kjölfarið stundaði hún förðunarnám í Reykjavík Makeup School og byrjaði með Snapchat og Instagram sem gekk nær eingöngu út á förðun. Árið 2017 byrjaði hún að kenna í skólanum og varð „Brand Ambassador“ fyrir snyrtivörufyrirtækið Maybelline.

Fyrsta myndin sem Fanney birti á Instagram árið 2015:

https://www.instagram.com/p/_EuIz5mctl/

„Í raun er ég stolt af því að kalla mig áhrifavald, þrátt fyrir að mörgum finnist það kjánalegt. Íslendingar eru svolítið svoleiðis, þeir elska að gera lítið úr því sem aðrir gera vel. En mér er alveg sama. Ég er áhrifavaldur þar sem ég er fyrirmynd,“ sagði Fanney Dóra í forsíðuviðtali við Vikuna í fyrra. Hún hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir förðunarráð og -myndir á samfélagsmiðlum heldur hefur einnig opnað umræðu um líkamsvirðingu.

„Ég áttaði mig á því að það skipti engu máli þó ég grennist um þessi tuttugu kíló, ég þarf að elska manneskjuna sem ég er, því ég verð alltaf ég. Hvort sem ég breytist í framtíðinni eða ekki. Þannig varð sjálfstraust mitt svo miklu betra og ég er allt önnur manneskja í dag. Fólk getur núna leitað uppi fólk eins og mig á samfélagsmiðlum. Það getur auðvitað leitað uppi þetta fullkomna fólk en það getur líka skoðað mig sem vil bara vera ég sjálf,“ sagði hún í viðtali við Ísland í dag í fyrra og í ár talaði hún opinskátt um mataræði í viðtali við DV.

Fanney í dag:

https://www.instagram.com/p/B111ES1A1Y6/

„Mörgum finnst alveg ótrúlegt að mitt vandamál er ekki að borða of mikið, heldur er það að borða ekki. Ég sleppi því að borða dögum saman og svo borða ég stóra máltíð í einu. Það er mitt vandamál. Ketó hjálpar mér í því. Ég er ekki lengur að rífa mig niður ef ég er svöng. Ég er bara að reyna að lifa þessu lífi og ef ég get ekki gert eitthvað hundrað prósent, þá geri ég það áttatíu prósent frekar en ekki neitt.“

Brynjar Steinn (Binni Glee)

Fylgjendur á Instagram: 16.200

Binni Glee skaust upp á stjörnuhimininn á Snapchat árið 2016. Það voru helst förðunarmyndböndin hans sem vöktu hvað mesta athygli, en hann er mikill áhugamaður um tísku og förðun. Þá ræddi hann einnig opið um kynhneigð sína þegar hann var nýkominn út úr skápnum sem samkynhneigður.

Binni árið 2015, nýlega byrjaður á Instagram:

https://www.instagram.com/p/5hkNMgR6GY/

„Mig langar bara svo að sýna það að strákar geta málað sig. Og mega það ef þeir vilja. Það eiga allir að vera þeir sjálfir. Það eru skilaboðin sem ég vil senda,“ sagði Binni í viðtali við hun.is. Í þáttunum Snapparar, sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2017, sagðist Binni eiga ofboðslega marga aðdáendur.

„Ég er hættur að fara í Kringluna og Smáralind svona til að hanga þar … Af því ég er svo hræddur um að það komi geðveikt mikið af fólki og ég muni ekki höndla það en mér finnst samt alltaf gaman að hitta fylgjendur mína,“ sagði hann í þáttunum.

Binni í dag:

https://www.instagram.com/p/B2Kh493lQxF/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar