fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Karlmenn veittust að Elísabetu í miðbænum: „Hvenær verðum við látnar í friði?!“

Fókus
Mánudaginn 23. september 2019 08:55

Í fyrra skiptið var Elísabet stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei andskotinn. Hvenær verðum við látnar í friði?!“

Spyr söngkonan Elísabet Ormslev. Hún segir frá því í færslu á Facebook hvernig hún hefur lent í því tvisvar, á mjög stuttum tíma, að karlmaður veitist að henni í miðbæ Reykjavíkur.

„Djöfull er ég orðin óstjórnlega þreytt á að þurfa að verja mig. Dauðþreytt,“ skrifar hún og lýsir atvikunum.

„Í fyrra skiptið var ég stödd fyrir utan Noodle Station hjá Hlemmi að kvöldi til þegar að erlendur maður kom og strauk mér undir brjóstið og sagði mér að „hann myndi ríða mér betur en hver sá sem væri að því núna“ – WHAT?!

Í seinna skiptið, (fyrir 20 mín) um hábjartan dag var ég að labba í Austurstræti og maður hljóp í áttina að mér, kleip í rassinn á mér og tjáði mér þær fréttir „að ég væri að fara heim með sér á stundinni og ég hefði ekkert val um það baby.“

Í bæði skiptin sló ég hendurnar á þeim frá mér og sagði þeim ekki að snerta mig og viðbrögðin voru eins í bæði skiptin: Ég er klikkuð tík.

Ég er FUMING ég er svo pirruð.

Þetta er að gerast alls staðar, alltaf. Ekki bara þegar við erum kannski í flegnum bolum á djamminu (sem við andskotans MEGUM).

Í fyrra skiptið var ég í sweat pants, bol upp í háls, ómáluð með snúð í hárinu, þannig að EAT IT.“

Færsla Elísabetar hefur vakið mikil viðbrögð og hafa fjöldi manns skrifað við færsluna og hneykslast á hegðun mannanna.

„Vá hvað maður skammast sín fyrir suma kynbræður sína. Svo mikið af illa gefnum einstaklingum þarna úti… kræst!“ Skrifaði einn karlmaður.

„Hvað er málið með fólk sem heldur að svona sé í lagi. Ég stend með þér,“ skrifaði einn netverji.

„Djöfulsins viðbjóður!!! Hvað í andskotanum er að?!“ Skrifaði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Friðgeir kokkar fyrir stórstjörnurnar: Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave – „Ég var agaleg fyllibytta“

Friðgeir kokkar fyrir stórstjörnurnar: Stal eiturlyfjum fyrir Nick Cave – „Ég var agaleg fyllibytta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“

Íslensk auglýsing vekur athygli: „Þetta drap eitthvað inn í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manndómsraun þjóðar – Hörmungarnar í Vestmannaeyjum: „Mitt hús fer í eldinn í nótt”

Manndómsraun þjóðar – Hörmungarnar í Vestmannaeyjum: „Mitt hús fer í eldinn í nótt”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fullur í 25 ár – Lifði af skotárás: „Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina“

Fullur í 25 ár – Lifði af skotárás: „Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina“