Mánudagur 17.febrúar 2020
Fókus

Fyrrverandi Reykjavíkurdóttir segir þeim til syndanna – „Kannski ætti að ræða það að RVKDTR ráku Trans konu“

Fókus
Laugardaginn 21. september 2019 09:14

Vigdís Howser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Howser Harðardóttir, fyrrverandi meðlimur í Reykjavíkurdætrum, gagnrýnir hljómsveitina harðlega á Facebook. Í vikunni hefur hljómsveitin verið nokkuð umtöluð en sú umræða spratt úr því að Reykjavíkurdætur svöruðu fyrir grín Önnu Svövu Knútsdóttur, sem ku hafa gert grín að hljómsveitinni í upphitun hennar fyrir nýtt uppistand Björns Braga Arnarssonar. 

Sjá einnig: Reykjavíkurdætur hakka Önnu Svövu í sig: „Komin í eitthvað grínþrot“

Vigdís segir að þó hljómsveitin mæti oft fordómum þá sé það ekki mikið miðað við aðra minnihlutahópa. „Enn og aftur er mín fyrrum hljómsveit RVKDTR mikið í umræðunni vegna þess mótlætis sem þeim finnast þær mæta í samfélaginu og öll þjóðin hlustar og meðtekur og tjáir sig um það. Það er alveg rétt að sem konur sem eru skemmtikraftar mæta þær miklum hatri, en ég upplifði það oft þegar ég var í hljómsveitinni. Mér finnst samt stærra og mikilvægara að ræða t.d. fatlaðar konur í samfélaginu. Ekki bara því mótlæti sem þær mæta til þess að reyna að komast inn á uppáhalds veitingastaðinn sinn (aðgengisleysi) eða ofbeldið sem þær verða fyrir sem er þaggað niður gjörsamlega í samfélaginu. Á málþingi þeirra á Metoo þinginu mætti engin! þá er ég að tala um bara aðrar fatlaðar konur mættu og nokkrar aðrar sem mæta alltaf til að styðja,“ segir Vigdís.

Vigdís segir að viðbrögð Reykjavíkurdætra við gríni Önnu Svövu líkist helst taugaveiklun. „ÍSLAND og Reykjavíkurdætur og aðrir able-hvítir-feministar, þið verðið að standa með öllum konum og mæta og styðja og hlusta og breyta. Það er ekki nóg að skipta sér bara af pop culture og Önnu Svövu og Björn Braga og Panama. Meðan það gerist þá grasserast ofbeldismenning sem þarf að breyta. Mér hefur fundist hljómsveitin sem ég var í lengi og vel og skrifaði 8 lög af 12 af þessari plötu, oft fengið óþarfan hatur EN það er ákveðin validation árátta að þurfa að springa í fjölmiðlum á tveggja ára fresti afþví einhver fílar ekki tónlistina, þið vitið alveg miklu betur hvað þið eruð flottar og hvað þið eruð að gera flotta hluti og ættuð frekar að nota ykkar platform til þess að ræða ableisma ykkar þar sem flestar ykkar eruð hvítar cis konur,“ segir Vigdís.

Hún segir svo að lokum að Reykjavíkurdætur hafi rekið transkonu úr hljómsveitinni. „Kannski ætti að ræða það að RVKDTR ráku Trans konu úr hljómsveitinni á sínum tíma útaf því að hún var ekki a)nógu góður rappari (sem þær ákváðu eftir eitt show) og b) afþví hún var ekki nógu mikil kona til þess að fá að vera í hljómsveitinni.
Hvernig væri að starta einu sinni alvöru umræðu gagnvart þeim sem þurfa á henni að halda? CIS HVÍTAR KONUR þurfa ekki á hjálp fjölmiðla að hafa til þess að ná langt í íslensku samfélagi. Fatlaðar konur, trans konur, svartar konur, flóttakonur þurfa hlustun, aðstoð og pláss í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“

Úr glamúr í grimma fortíð: „Ein mesta hryllingstilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“

Veðrið gengur niður en tístin halda áfram: „OK – ég játa. Keypti brauð í Krónunni í gær. Hvar borga ég sekt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýja Bond-lagið afhjúpað

Nýja Bond-lagið afhjúpað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“

Rósa segir edrúmennskuna bestu gjöf sem hún gat gefið sér: „Að vera komin á geðdeild inn og út um tvítugt var mikið áfall“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar

Jöklar í Listasal Mosfellsbæjar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“

Ellý mátar brúðarkjóla – Staðráðin í einu á stóra daginn: „Allt annað er aukaatriði“