fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hugleikur Dagsson kveður Ísland: „Allt er miklu betra í útlöndum“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 20. september 2019 08:40

Hugleikur Dagsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugleikur Dagsson, listamaður og skemmtikraftur, stendur á tímamótum. Um þessar mundir er hann á fullu að undirbúa ýmis verkefni, þar á meðal uppistandssýninguna Icetralia ásamt ástralska uppistandaranum Jonathan Duffy. Sýningin verður haldin að kvöldi 20. september í Austurbæ en þar er um að ræða síðasta „performans“ Hugleiks áður en hann flytur úr landi, þar sem til stendur hjá grínistanum að hefja ný ævintýri í Berlín í Þýskalandi.

Á umræddu uppistandi verður heilmiklu tjaldað til hjá þeim Hugleiki og Jonathan. Saman hafa þeir verið með hlaðvarpsþættina Icetralia um nokkurt skeið en það hófst upphaflega sem uppistandssýning. Að sögn Hugleiks varð hlaðvarpið töluvert vinsælla en sýningarnar og varð að lokum lykilgrundvöllur þeirra grínbræðra.
Hugleikur lýsir þessu komandi kvöldi sem eins konar „best-of“-sýningu og má þar búast við dansatriðum, erótískum upplestri og vandamáladálki í beinni auk uppistands hjá þeim félögum eins og þeim einum er lagið. Þegar DV hafði samband við Hugleik var hann í miðju ferli að æfa dansspor sín fyrir kvöldið mikla.

Hugleikur segir sameiginlegan húmor þeirra félaga hafa verið kveikiþráðinn að traustum vinskap fyrir nokkrum árum, þótt þeir gætu á öðrum sviðum varla verið ólíkari. „Við erum með allt öðruvísi nálgun að gríni,“ segir Hugleikur. „Hann er með svartsýnni nálgun og á það til að detta í svona „mean girl“ takta en þótt ég sé sjálfur svartsýnn nálgast ég það meira í gegnum einlægni, enda nördalegri og sennilega aulatrúðslegri, myndi ég segja. En þegar við erum saman á sviði þá smellpassar allt saman. Hann er með fæturna meira á jörðinni, en ég örlítið meira einhverfur, ef svo má að orði komast. Við eigum rosalega góða dýnamík.“

Fyndni
Þeir Jonathan og Hugleikur í góðum gír.

Verðið og veðrið verst

Þegar Hugleikur er spurður hvaðan sú ákvörðun kom að flytja til útlanda svarar hann skýrt og hressilega: „Vegna þess að allt er miklu betra í útlöndum.“

Þá segir hann að nauðsynlegt sé fyrir fólk í gefnum aðstæðum að búa erlendis á „allavega tíu ára fresti.“ Hugmyndin um að yfirgefa Ísland gerjaðist þó í kjölfar ferðalags um Evrópu, til átján borga, með uppistandssýningar. „Eftir að hafa ferðast svona um heiminn og koma svo aftur til Íslands, þá fékk ég svona áminningu – þótt ég hafi verið dauðþreyttur eftir flakkið – mig langaði bara strax aftur út. Helstu ástæðurnar fyrir því eru verðið og veðrið, sem gerir Ísland sérstaklega óaðlaðandi þessa dagana. Önnur ástæða er sú að ég á miklu fleiri aðdáendur erlendis,“ segir Hugleikur og útskýrir hvers vegna Berlín hafi sérstaklega orðið fyrir valinu.

„Ákvörðunin þótti mér bara sniðug og praktísk. Það er risastór uppistandssena þar, ekki ósvipuð og í New York eða London. Ég hef stundað það síðustu árin að fara til Berlínar í viku, tvær eða mánuð, bara til að æfa mig í uppistandi. Þegar ég fer þangað get ég flutt uppistand tvisvar á kvöldi á mismunandi stöðum, öll kvöld vikunnar. Það þjálfar uppistandið rosalega mikið. Það er líka meiri fjölbreytni í Berlín; fjölbreyttara fólk og veitingastaðir. Planið er að halda mig þarna þangað til ég fæ ógeð á þessari fjölbreytni og vil þá snúa aftur til Íslands í einfaldleikann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“