fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Fókus

Jólin komin í Costco – Er þetta ekki of snemmt?

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 19. september 2019 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eins og jólin hefjist fyrr í Kauptúni en annars staðar á landinu en sala á jólavarrningi hefur byrjað snemma í gegnum árin í IKEA. Eitthvað hefur IKEA sofið á verðinum því Costco er fyrr á ferðinni í ár. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu.

Jólavörurnar byrjuðu að tínast inn í Costco í síðustu viku og nú þegar hafa nokkur jólatré verið seld, þar af eitt sem er þriggja metra hátt. Samkvæmt upplýsingum frá heildsölurisanum fara jólavörurnar að detta inn í verslanir keðjunnar á heimsvísu um þetta leyti.

Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við HÍ, hefur rannsakað jólahefðir Íslendinga og annarra í gegnum tíðina. Hann sagði í samtali við Morgunbblaðið að það væri mjög óvenjulegt hér á landi að jólaundirbúningur hefjist svona snemma.

„Þetta er nokkuð sem maður sér oft­ar er­lend­is en hér. Íslend­ing­ar hafa haft ein­hverj­ar regl­ur um það hvenær má byrja að spila jóla­lög og svona. Hér­lend­is sér maður viðbrögð ef ein­hver set­ur jóla­ljós upp allt of snemma, svo sam­fé­lagið hef­ur sín­ar leiðir til að und­ir­strika óskrifaðar sam­fé­lags­regl­ur,“

Þó svo að Costco byrji að selja jólavörur svona snemma þá þýðir það ekki endilega að siðir Íslendinga hafi breyst.

„Þetta eru nátt­úr­lega fyrst og fremst versl­an­ir sem eru að hugsa um að selja vör­ur. Í Bretlandi leiðist fólki það ef sala á jóla­varn­ingi hefst svona snemma. Þegar jól­in koma loks­ins er maður bú­inn að fá al­veg nóg af þeim. Við þurf­um bara að sjá hvernig við Íslend­ing­ar tök­um í þetta. Þetta verður ekki að sið Íslend­inga fyrr en þeir taka siðinn upp.“

Terry bendir síðan á að framboð verslana geti haft áhrif. Costco gæti vissulega fært bandarískar venjur inn í íslenskt samfélag en bara ef Íslendingar hafa áhuga á því að taka upp þær venjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga

Tók teppið af gólfinu og fann leyndan stiga